GÖNGULEIÐIR Á AUSTURLANDI
VÍKNASLÓÐIR 11 og 12
GPS

.

Gönguleiðir á Íslandi

.
11. Hólaland - Stórurð
5 klst. 12,6 km.

Fremur létt ganga, fyrst 6,5 km eftir lokaðri jeppaslóð að Grjótfjalli og síðan að mestu eftir melum um Eiríksdalsvarp og Lambamúla (670 m). Komið í Stórurð ofarlega.

Best er að fylgja sem mest jeppaslóðinni en þó má stytta sér leið á nokkrum stöðum.   Í góðu veðri má til dæmis stytta sér leið með því að fara ekki yfir Miðá heldur ganga með hlíðum Tindfells alveg upp í Eiríksdalsvarp.  Úr Eiriksdalsvarpi og úr Tröllabotnum sést mjög vel saga Dyrfjalla því glöggt má sjá öskjubarminn og móbergið sem fellur að honum.

Athugið að það er vel merktur hringur um Urðina og þar er gestabók.

12. Bakkagerði - Stórurð
4 - 5 klst.
Nokkuð erfið ganga, að stórum hluta um mela og urðir. Gengið frá Bakkagerði um Efra-Grjótdalsvarp (622 m) og um Mjóadalsvarp niður í Stórurð.

Erfiðasti hluti leiðarinnar er fyrir botni Urðardals í Njarðvík en þar er gengið um brattar og mjög grófar skriður.  Þann hluta má flokka sem 3ja skóa leið.  Annar hluti leiðarinnar er nokkuð greiðfær.

Athugið að það er vel merktur hringur um Urðina og þar er gestabók.

Sannir göngumenn skilja aðeins sporin sín eftir og taka aðeins með sér minningarnar!
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Ferðaheimur


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM