stangveiði á íslandi 2006 veiðisögur,

Laxveiðin Lokatölur

Laxveiðiár
Listi yfir ár og vötn


Stangveiðin 2006


Skilið veiðiskýrslum

 


STANGVEIÐIN Á ÍSLANDI 200
7
Vötn og Veiði eftir
Guðmund Guðjónsson
 

Veiðitorgið


Veiðifréttir

Veiðisögur

Vertíðinni 2007 er nú lokið og Íslenska stangaveiðiárbókin, sem heitið hefur Vötn og veiði þrjú síðustu árin, kemur nú út í tuttugasta skiptið. Stangaveiði í ferskvatni á Íslandi flokkast í furðu marga flokka miðað við fáar tegundir. Það er laxveiði, sjóbirtingsveiði, sjóbleikjuveiði og veiði á staðbundnum urriða og bleikju.

Það gekk á ýmsu 2007. Skilyrði til laxveiða yfir hinn svokallaða “besta tíma” voru með þvílíkum ólíkindum að í gegnum mörg þurrkasumur síðustu ára hafa menn ekki upplifað annað eins. Menn nánast skrælnuðu á því að horfa á hálfþurra farvegina. Til voru ár sem eiga sína stofna þótt smáir séu, eins og Gufuá, sem hreinlega þornuðu. Auk þessa var kalt vor og gekk þetta tvennt í lið gegn laxagöngum. Þeim seinkaði, auk þess sem sá lax sem gekk á “venjulegum tíma” lenti í þurrkunum og mátti hópa sig saman í stórum torfum í fáuum djúpum hyljum. Seint í ágúst komu fyrstu rignignar og eftir það var varla skrúfað fyrir krana guðanna og margir dagar fóru fyrir lítið á meðan árnar ösluðu fram gruggugar og bakkafullar. En samt veiddist og það veiddist vel. Og mikið kom af laxi úr sjó mjög seint. Það óheyrilega gerðist t.d. að hundrað laxa hollin í Norðurá voru þau síðustu um mánaðamót ágúst og september og voru þau að taka þriggja stafa töluna a´tveimur dögum á meðan júlíhollin fyrrum voru að afreka mokið á þremur dögum. Og um haustið var eins og á jún/júlídegi, Eyrin, Brotið, Stokkhylsbrotið og fleiri snemmsumarsstaðir fullir af laxi í blússandi göngu. Og margir nýgengnir. Í sleppitjarnaránum í Rangárþingi og Bisupstungum veiddust þeir lúsugir fram eftir október. Þannig var þetta sumar 2007.....stórfurðulegt og nánast frávik þó að mörg þurrkasumur varði síðasta áratuginn.

Sjóbirtingsveiðin komst aldrei almennilega í gang. Þar sem var vorveiði var hefðbunin veiði í byrjun, en svo varð afskaplega kalt og vatnavextir inná milli. September var yfirleitt slakur, en greinilegt að mikill fiskur var á ferðinni í október, en þá voru tíð flóð til þess að hamla veiðum. Í glufunum inná milli lægða veiddist þó afar vel, t.d. í Geirlandsá og Tungufljóti og víðar. Vestlenski birtingurinn var á sínum stað, t.d. í Kjós og Leirársveit og á Norðurlandi hélt hannáfram að vera áberandi. T.d. voru 4 til 7 punda birtingar tíðir í afla bleikjuveiðimanna í Víðidalsá og Vatnsdalsá svo dæmi sé tekið. Meira að segja Breiðdalsá gaf sinn stærsta sjóbirting fyrr og síðar, 10 punda hæng, glæsilegan fisk.

Sjóbleikjan var enn á niðurleið, en þó voru dálítil batamerki, þó að ekki sé víst að þau muni koma fram í aflaskýrslum. T.d. fengu menn góð skot í Víðidalsá og Miðfjarðará og eitt skot ala gömlu góðu dagarnir kom á silungasvæði Vatnsdalsár. Sjóbleikjuveiði var lakari en áður víða, t.d. í Skagafjarðaránum, Breiðdalsá, Lónsá, en svo voru glætur inná milli, t.d. voru menn nokkrum sinnum að fá mikil skot t.d. í Ólafsfjarðará. Þá er engu líkara en að bleikjan dali ekki eins stíft á Vestfjörðum. Gufudalsá og Djúpadalsá voru t.d. með góða veiði þó að fiskur hafi verið haldur smár í Gufunni. Það getur vitað á gott í framtíðinni. Þá var góður reytingur af fiski í Skálmardalsá, svo lokið sé að nefna þær þekktustu á svæðinu. Á Ströndum voru líka nokkur góð skot, en sjóbleikjan á þó enn langt í land.

Veiði á staðbundnum silungi var sem fyrr afar góð og margir í góðum málum sem hana stunda. Lakari tölur í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal segir ekkert um að þar var eigi að síður fín veiði og niður eftir ánni allri var feiknalega fín urriðaveiði. Sömu sögu er að segja um metveiði í Veiðivötnum og afar góð skot margra í vötnum á Skagaheiði og Arnarvatnsheiði. Fiskur er dyntóttari í vötnum nær þéttbýli eins og Þingvallavatni, Elliðavatni og fleirum, en þau gáfu sín skot, en annað frægt, Hlíðarvatn, var með daufara móti. Þó heyrðist af góðu gengi veiðimanna þar á haustdögum.

En látum þetta gott heita og rennum af stað með frétta- og veiðisögusúpuna.

Meira um veiði 2007


Copyright ©FH2008
.

TIL BAKA               Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir               HEIM