Gæsaveiði

SkotveiðiGoose Hunting in Iceland, Gæsaveiði
Hreindýraveiðar
Rjúpnaveiði
Sjófuglaveiði

 

 


GÆSAVEIÐI
20.08 - 15.03

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Expedia.com 

Gæsaveiði hefur löngum verið tómstundaiðja margra Íslendinga, sem bíða í ofvæni eftir veiðitímanum á hverju ári. Mikill fjöldi grágæsa og heiðagæsa verpa hérlendis og aragrúi helsingja, margæsa og blesgæsa kemur hér við á leið sinni til og frá Grænlandi og Kanada vor og haust. Aðstæður til gæsaveiða hérlendis eru með þeim beztu í heiminum og einkum er skotið í ljósaskiptunum kvölds og morgna.

Veiðimennirnir liggja gjarnan fyrir gæsunum í byrgjum við ár og vötn eða jafnvel í skurðum. Gæsirnar koma oftast fljúgandi í hópum, þannig að búast má við góðri veiði, þegar flug er gott. Einu takmarkanirnar, sem hafa verið settar við gæsaveiðar, snerta veiðivopnin. Aðeins má hlaða alsjálfvirkar haglabyssur með þremur skothylkjum.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM