Rjúpuveiðar

SkotveiðiGoose Hunting in Iceland, Gæsaveiði Hreindýraveiðar Rjúpnaveiði Sjófuglaveiði

 

 


RJÚPNAVEIÐI á ÍSLANDI
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Expedia.com  

Rjúpnaveiði nýtur stöðugt meiri vinsælda vítt og breitt um landið. Hún krefst oftast talsverðra gönguferða á þeim árstíma, sem getur verið allmisviðrasamur. það er því bráðnauðsynlegt að búa sig vel til útiveru, vera með góð landakort og áttavita og kunna á hvort tveggja. Það líður ekki sá vetur, að rjúpnaveiðimenn villist til fjalla vegna ónógs undirbúnings, vanbúnaðar og vankunnáttu. Það er engin þörf á, að svona lagað komi fyrir þig!  Rjúpan er brúnleit á sumrin og hvít á veturna, þannig að hún samlagast landslaginu vel og oft er erfitt að koma auga á hana.

Stundum sjást bara einstaka rjúpur eða hópar þeirra á litlu svæði. Rjúpan er oft trú heimahögum, þar sem tiltölulega auðvelt er að ganga að henni. Hegðun hennar stjórnast mikið af veðurlagi og fæðuleit og það er ekki ekki erfitt að læra á hegðunarferli hennar. Sömu reglur gilda um tegundir vopna við rjúpnaveiði og við gæsaveiði.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM