íslandsferð 1973 joachim dorenbeck friðrik haraldsson,

Ferðavísir


ÍSLANDSFERÐ 1973
JOACHIM DORENBECK

FORMÁLI HÖFUNDAR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Eftirfarandi frásögn lýsir sumarleyfi á Íslandi.  Hún hófst sem stutt skýrsla til vina minna John Fish og Tosse Lundberg, sem hafði ekki skort áhuga á að taka þátt í ævintýrinu, en var ljóst frá upphafi, að þeir kæmust ekki með í þetta skiptið.  Til að svala forvitni þeirra, reyndi ég fyrst að lýsa atburðum þriggja viðburðarríkra vikna á þremur blaðsíðum en sá hversu ófullkomin sú aðferð var.  Ég reyndi aftur og hér birtist útkoman.

Hér verða ekki tíundaðar staðreyndir, sem finna má í ferðabókum.  Þetta er hvorki uppsláttarrit né samansafn upplýsinga úr öðrum heimildum, heldur frásögn af eigin reynslu.  Engu hefur verið aukið við til að lífga upp á frásögnina og engum afglöpum okkar sleppt.  Þar, sem vísað er til beinnar ræðu, fer ég eftir minni.

„Það er engum erfiðleikum bundið að kaupa vistir á leiðinni um landið, ef þið hættið ykkur ekki út fyrir alfaraleið.  Hálendið er ekki á færi ókunnugra”.  Þessar setningar í síðasta bréfinu frá Ferðaskrifstofu ríkisins voru sá hvati, sem réði úrslitum.  Við urðum enn þá áfjáðari að komast af stað og kynnast óbyggðum landsins af eigin raun.

Ég get ekki sagt í fullri hreinskilni, að ég hafi notið hverrar stundar gönguferðarinnar um Ísland.  Jean Koch fékk smjörþefinn af óþægindunum.  Hvað sem því líður, hef ég notið þess ólýsanlega að færa þessa ferðalýsingu í letur.  Það er heldur ekki jafnvíst, að þessar línur séu eins ánægjulegar aflestrar og að skrifa þær.  Hafi mér tekizt að gæða þessa lýsingu hálfu því lífi, sem við reyndum raunverulega, er hún fyllilega lestrar virði, og e.t.v. kynni hún að vekja einhverja til dáða.  Ráð mín til þeirra eru þau, að drífa sig fyrir alla muni af stað, en flýta sér hægt.

Hólmgangan við öræfi Íslands er einungis við hæfi þeirra, sem eru orðnir langþreyttir á skarkala og manngrúa helztu sumardvalarstaða.  Þeirra bíður einvera og stórfengleg náttúra.  Fólk kynnist sjálfu sér, takmörkunum sínum og getu.  Það er svona ferðar virði.
.
FYRSTI KAFLI Aðdragandi, undirbúningur, brottför
ANNAR KAFLI Dettifoss
ÞRIÐJI KAFLI Mývatn
FJÓRÐI KAFLI Neyðarástand
FIMMTI KAFLI Ódáðahraun
SJÖTTI KAFLI Uppstokkun
SJÖUNDI KAFLI Í gildru
ÁTTUNDI KAFLI Meðfram Vatnajökli
NÍUNDI KAFLI Uppgjöf
TÍUNDI KAFLI Hekla
KVEÐJUR .
ÞAKKARORÐ .


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM