Hálendið
Ferðavísir


Fuglar á hálendinuVeiði á hálendinu

krakkavefur nat.is

 


HÁLENDIÐ
KRAKKA
FERÐAVÍSIR
EFTIRMINNANLEGT FERÐALAG MEÐ NAT.IS
Ferðavefur fyrir krakka á öllum aldri.

Krakka Leiðsögumaðurinn ykkar er,
 fyrir mömmu, pabba, afa og ömmu.


Það eru þrír höfuðfjallvegir landsins milli Norður- og Suðurlands
Kjalvegur, Sprengisndsleið og Kaldidalur.

Minntu pabba og mömmu á að koma við á næstu upplýsinga-miðstöð ferðamanna áður
er haldið inn á hálendið þar er mart að varast!


Kjölur
Ferðakort

Hveravellir

Karlsdráttur

Stórisandur

Meira um Kjöl


Vissir þú að?
Kjölur er svæðið milli Langjökuls í vestri og Hofsjökuls í austri, Hvítár í Suðri og Seyðisár og Svörtukvíslar í norðri. Sunnan Hvítár liggur leiðin um Bláfellsháls.

Vissir þú að? Hveravellir er mjög áhugavert jarðhitasvæði, sem kúrir í lægð norðan undir
Kjalhrauni.

Vissir þú að? Karlsdráttur nefnist vogur norður úr Hvítárvatni. Sagan segir, að karl nokkur frá Skálholti hafi ár hvert dregið fyrir voginn með folaldsmeri

Vissir þú að?
Beinabrekka, þessi örnefni vísa til grasbrekku hraunborgar í Kjalhrauni. Enn þá finnst þar talsvert af beinum hesta og fjár Reynistaðarbræðra,

Vissir þú að?
Kerlingarfjöll eru höfuðprýði fjallahringsins, sem blasir við frá Kili. Ýmsar sögur eru til af útilegumönnum og illum vættum í Kerlingarfjöllum og þau voru lengi vel ekki leituð af þeim sökum.

Vissir þú að? Storisandur
er á milli Arnarvatnsheiðar og Kjalvegar norðan Seyðisár. þar sem Þorbjörn öngull er sagður hafa grafið höfuð Grettis.


Sprengisandur
Ferðakort

Hrauneyjar

Eyvindarkofaver

Nýdalur

Meira um Sprengisand

Vissir þú að?  Sprengir er talinn vera suðvestan Fjórðungsvatns og vera staður, þar sem hestar sprungu á reiðinni, þegar fólk reið eins hratt og það gat til að komast hjá því að hitta illar vættir, útilegumenn, drauga eða álfa fyrir á leiðinni.

Vissir þú að? Þjósárver er gróðurlendi (u.þ.b. 150 km²) nær frá Hnífá í suðri alla leið til enda gróðursvæða vestan Þjórsár og Eyvindar- og Þúfuver austan ár teljast með.
Þjórsárver eru talin vera stærstu varpstöðvar heiðagæsarinnar í heiminum. 

Vissir þú að? Vonarskarð er á milli Bárðarbungu (2000m) í Vatnajökli og Tungnafellsjökuls (900-940 m.y.s.). Nafn þess er talið vera frá landnámsöld, þegar Bárður Heyjangurs-Bjarnason, landnámsmaður í Bárðardal fór suður Bárðargötu með allt sitt hafurtask að vetri til.

Vissir þú að? Kiðagil er norðurmörk Sprengisands. Altjent voru þó draugar og aðrar illar vættir að baki eins og segir í kvæði Gríms Thomsens, Sprengisandur

Vissir þú að?  Mjóidalur teygist suður frá Bárðardal, langur og mjór, alla leið suður að Kiðagilsdrögum vestanverðum.  Þar var búið á samnefndum bæ og þar átti Stephan G. Stephansson skáld heima áður en hann hélt til Vesturheims. 

Vissir þú að? Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og lengi lágu ferðalög niðri, eða allt fram á 18.öld.

Vissir þú að? Leitt hefur verið líkum að því, að eitt hreysa Fjalla-Eyvindar, er við Arnarfell hið mikla.


Kaldidalur
Ferðakort

Biskubsbrekka

Vissir þú að?  Kaldidalur er stytstur hinna þriggja höfuðfjallvega landsins milli Norður- og Suðurlands.

Vissir þú að? Biskupsbrekka er suðaustan við Hallbjarnarvörður við Sæluhúskvísl, sem rennur í Sandvatn í Sandkluftum. Þar skiptust leiðir, um Uxahryggi til Lundareykjardals og norður Kaldadal.

Vissir þú að? Hallbjarnarvörður eru hæð skammt norðan Biskupsbrekku. Hallbjarnar Oddsonar frá Kiðjabergi í Grímsnesi er getið í Landnámu. Hann hafði fengið Hallgerðar, dóttur Tungu-Odds Önundarsonar á Breiðsbólstað í Reykholtsdal.

Vissir þú að? Brunnar eru á Kaldadalsleið, er þar Egilsáfangi sem sagður vera kenndur við  Egil nokkurn, sem áði þar alltaf í ferðum sínum og missti ævinlega einn hest í tröllahendur þaðan.


Gæsavatnaleið
Ferðakort

Trölladyngja

Kistufellsskali


Vissir þú að? 
Gæsavatnaleið liggur frá Tómasarhaga og Hagakvísl á Sprengisandsleið að Drekagili í Dyngjufjöllum.

Vissir þú að? Marteinsflæða (Hitulaug) er norðan Gæsavatna og um hana liggur jeppaslóð alla leið niður í Bárðardal austan Skjálfandafljóts

Vissir þú að? Kistufell er 1444 m hátt móbergsfjall við miðjan Dyngjujökul. Árið 1950 brotlenti skymasterflugvélin Geysir á Bárðarbungu og mannbjörg varð.

Vissir þú að? Dyngjufjöll eru mikið fjallabákn (600 km²) í sunnanverðu Ódáðahrauni. Mesta gosið, sem vitað er um á sögulegum tíma, varð árið 1875 (þá myndaðist Öskjuvatn og Víti).

Vissir þú að? Ódáðahraun er stærsta samfellda hraunbreiða landsins.

Vissir þú að? Grafarlönd eystri eru í austanverðu Ódáðahrauni, norðan Herðubreiðar við veginn í Herðubreiðarlindir.

 

[Flag of the United Kingdom]
In English

krakkavefur nat.is
 


KRAKKA FERÐAVÍSIR

Vesturland<>Vestfirðir   Norðurland < Hálendið > Austurland <> Suðurland <> Suðvesturland

Meira um Hálendið

Hálendis kort


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM