Breiðafjarðareyjar


Söguferð um VesturlandJarðfræði Vesturland


Snæfellsjökull


Fuglar á
Vesturlandi


Kirkjur Vesturland

 


SNÆFELLSNES & BORGARFJÖRÐUR
 KRAKKA FERÐAVÍSIR
EFTIRMINNANLEGT FERÐALAG MEÐ NAT.IS
Ferðavefur fyrir krakka á öllum aldri.
MENNING OG SAGA
Krakka Leiðsögumaðurinn ykkar er,
 fyrir mömmu, pabba, afa og ömmu.


Snæfellsnes
Ferðakort

Snæfellsjökull

Meira um Norðanvert Snæfellsnes
Arnarstapi

Arnarstapi
Meira um sunnanvert Snæfellsnes

Vissir þú að? Eldborg (100m) stendur á stuttri gossprungu með sv-na stefnu í Hnappadal.

Vissir þú að?
Gullborgarhraun í Hnappadal rann frá Gullborg.  Þar fundust fagrir dropasteinshellar árið 1957. Kenningar eru uppi um veru útilegumanna  eða dvöl Arons Hjörleifssonar í þeim samkvæmt Sturlungu.

Vissir þú að? Staðarstaður er kirkjustaður frá fornu fari og prestsetur á Ölduhrygg í Staðarsveit. Líklega sat Ari fróði Þorgilsson (1067-1148) Staðarstað um tíma.

Vissir þú að? Ingjaldshóll var höfuðból og  þingstaður. Aðsetur lögmanna og sýslumanna og umboðsmanna bæði Helgafellsklausturs og Danakonungs
og
 Kristófer Kólumbus hafi setið þar einn vetur

Vissir þú að? Bærinn Bjarnarhöfn í Helgafellssveit stendur undir Bjarnarhafnarfjalli. Björn hinn austræni Ketilsson, landnámsmaður byggði fyrsta bæ þar. Hann var bróðir Auðar djúpúðgu og Helga bjólu


Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Ferðakort

Djúpalónssandur-Söngklettur

Vissir þú að? Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull  var stofnaður 28. júní 2001.

Vissir þú að? Áhugaverðir staði innan þjóðgarðsins og í næsta nágrenni eru: Arnarstapi, Djúpalónssandur og Dritvík, Gufuskálar Hellnar, Hólahólar, Ingjaldshóll, Laugarbrekka, Lóndrangar og Þúfubjarg


 

Borgarfjörður
Ferðakort

Deildartunguhver

Grábrókarhraun

Meira um Borgarfjörð

Vissir þú að? Prestsetrið og kirkjustaðurinn Borg stendur við botn Borgarvogs, Skalla-Grímur Kveldúlfsson nam Borgarfjörð og byggði sér bæ að Borg.

Vissir þú að?
Baula (934 m), prýði Borgarfjarðar. Þjóðsagan segir frá tjörn uppi á Baulutindi. Þar á að vera óskasteinn, sem flýtur upp einu sinni á ári.

Vissir þú að? Reykholt í Reykholtsdal er einhver merkasti sögustaður landsins, ekki sízt vegna búsetu Snorra Sturlusonar.

Vissir þú að? Skorradalur er syðstur Borgarfjarðardala, 28 km langur. Þorbjörg, systir Harðar Grímkelssonar Hólmverja, bjó þar ásamt manni sínum Indriða.  Móðir Þorbjargar andaðist á fæðingarbeði hjá bróður sínum, Torfa Valbrandssyni. 

Vissir þú að? Hraunfossar eru líka nefndir Girðingar. Þeir eru meðal fegurstu náttúruperlna landsins, þar sem þeir spýtast undan jaðri Hallmundarhrauns út í Hvíta.


[Flag of the United Kingdom]
In English

krakkavefur nat.is


Dalasýsla
Ferðakort


Meira um Dalasýslu


Vissir þú að?
Eiríksstaðir eru eyðibýli í landi Stóra-Vatnshorns í Haukadal.  Samkvæmt Eiríkssögu bjó þar Eiríkur rauði, sem settist að á Vestur-Grænlandi.

Vissir þú að?
Krosshólaborg er við veginn út á Fellsströnd skammt frá vegamótum hjá Ásgarði.  Landnámskonan Auður djúpúðga lét reisa þar krossa og fór þangað til bænahalds.

Vissir þú að? Hvammur er prestssetur og kirkjustaður í Hvammssveit í Dölum. Auður djúpúðga Ketilsdóttir bjó þar í landnámi sínu og þar var höfðingjasetur fyrrum. 
 

KRAKKA FERÐAVÍSIR
Vestfirðir <>  Norðurland < Vesturland > Suðvesturland
Hálendið

TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM