FERÐAVÍSIR


Jarðfræði
NorðurlandFuglar
Norðurland

krakkavefur nat.is

 


NORÐURLAND
 KRAKKA FERÐAVÍSIR
EFTIRMINNANLEGT FERÐALAG MEÐ NAT.IS
Ferðavefur fyrir krakka á öllum aldri.
MENNING OG SAGA
Krakka Leiðsögumaðurinn ykkar er,
 fyrir mömmu, pabba, afa og ömmu.


Hrútafjördur til Blönduós
Ferðakort

Hvítserkur
hvitserkur
Þingeyrarklausturskirkja

Meira un Norðurland Vestra

Vissir þú að? Póst- og símamálastofnun ákvað að reisa minnisvarða um landpósta við Stað í Hrútafirði. 

Vissir þú að?
Bjarg er skammt austan Miðfjarðarár.  Þarna fæddist Grettir Ásmundarson og samkvæmt sögu hans var hann ódæll í æsku.

Vissir þú að?
Hof er í austanverðum Vatnsdal.  Samkvæmt Landnámu settist Ingimundur gamli Þorsteinsson þar að og nam allan dalinn upp frá Helgavatni og Urðavatni austan ár.  Vatnsdælasaga fjallar um Ingimund og hans ættingja.

Vissir þú að? Vatnsdalur er grösugur og búsældarlegur. Ingimundur gamli nam þar land. Og nyrzt í hólunum, rétt norðan þjóðvegar, eru Þrístapar, þar sem síðasta aftaka á Íslandi fór fram árið 1830

Vissir þú að? Á Þingeyrum var elsta og sögufrægasta klaustur á Íslandi, talið stofnað 1133.

Vissir þú að? Stóra-Giljá er í þjóðbraut rétt við austanvert mynni Vatnsdals í Húnavatnssýslu. Norðan túns, rétt sunnan þjóðvegar, er stakur steinn, Gullsteinn.

Vissir þú að?
Húnaflói milli Stranda og Skaga er stærstur norðlenskra fjarða. Árið 1244 háðu Kolbeinn ungi Tumason og Þórður kakali einu sjóorrustuna, sem háð hefur verið hérlendis,


Skagafjörður
Ferðakort

Laufskálarétt í Hjaltadal

Glaumbær
Byggðasafn Skagfirðinga

Meira um Skagafjörð

Vissir þú að? Víðimýri kemur við sögu í Sturlungu, því að ein mesta höfðingjaætt landsins, Ásbirningar bjó þar (Kolbeinn Tumason ; Kolbeinn Arnórsson ungi).

Vissir þú að?  þegar Flugumýrarbrenna varð u.þ.b. 25 manns að bana. Sturlunga lýsir þessum atburðum, þegar óvinaher kom að bænum árið 1253 til að standa yfir höfuðsvöum Gissurar. 

Vissir þú að?
Vallhólmi,
Vallalaug eða Vallnalaug er austan Ytra-Vallholts.  Þar var þingstaður að fornu og nýju fyrir Seylu-, Lýtingsstaða- og Akrahreppa.

Vissir þú að? Drangey er u.þ.b 700.000 ára, þverhníptur móbergsklettur í Skagafirði. Þjóðsagan segir, að tvö tröll, karl og kerling, hafi verið að leiða kvígu yfir fjörðinn til nauts en orðið að steinum.

Vissir þú að? Hólar í Hjaltadal voru biskupssetur um 7 alda skeið, á árunum 1106-1798, og raunverulegur höfuðstaður Norðurlands á þeim tíma.


Akureyri og Eyjafjörður
Ferðakort

Sigurhæðir Akureyri

Hjalteyri

Meira um Eyjafjörð

Vissir þú að? Miðbærinn stendur á rótum Oddeyrarinnar, sem Akureyri dregur nafn af. Þessi hluti Oddeyrinnnar byggðist upp af framburði lækjar, sem rann um Búðargilið og var eign Stóra-Eyrarlands.

Vissir þú að?
Myrká er bær og fyrrum prestssetur og kirkjustaður í Hörgárdal.

Vissir þú að?
Gásir var fyrrum fjölsóttasti verzlunarstaður Norðurlands, sunnan Hörgárósa og norðan samnefnds bæjar (nú Gæsir), sem var fyrst getið í heimildum á 13. og 14. öld. 

Vissir þú að? Munkaþverá er bær og kirkjustaður í Laugalandsprestakalli í Eyjafjarðarsveit. Sólveigarmál komu upp árið 1308 og ollu miklum ýfingum milli prestanna á Munkaþverá og Bægisá.

Vissir þú að? Möðrufell er bær í Hrafnagislhreppi í Eyjafirði.  Ari Jónsson, sonur Jóns Arasonar biskups, bjó þar. 


Akureyri til Húsvíkur
Ferðakort

Laufás

Goðafoss

Meira um Húsavík

Vissir þú að? Ljósavatn er stöðuvatn, bær og kirkjustaður í Ljósavatnsskarði nærri mynni Bárðardals. Árið 1000 stóð Alþingi Íslendinga frammi fyrir ákvörðun um ríkistrú.

Vissir þú að? Múli er fornt höfuðból, löngum prestssetur og kirkjustaður í Aðaldal. Um aldamótin 1100 var þar Oddi Helgason (Stjörnu-Oddi), líklega einn mesti stjörnufræðingur þess tíma í heiminum.

Vissir þú að?
Kaldakinn er byggðin milli Ljósavatnsskarðs og Skjálfandaflóa. Í Landnámabók er þess getið, að eftirbátur hafi slitnað frá skipi Garðars Svavarssonar, sem hafði vetursetu hér og kallaði landið Garðarshólma. 

Vissir þú að?
Eyðibýlið Þeistareykir tilheyrir Aðaldalshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Sagnir segja frá heimsókn 12 hvítabjarna, sem drápu allt heimafólkið.

Vissir þú að? Tjörnes er giljóttur og nokkuð hálendur skagi milli Skjálfanda og Öxarfjarðar. Þar eru allháir sandsteinsbakkar, sem eru einhverjar merkilegustu jarðmyndanir landsins.


Mývatn
Ferðakort

Bjarnarflag

Slútnes

Meira um Mývatn

Vissir þú að? Námaskarð og  Danakonungur eignaðist námurnar árið 1563.  Þær voru notaðar af og til síðan, allt fram á miðja 19. öld.

Vissir þú að?
Höfði er hæðóttur hrauntangi, sem gengur út í Mývatn að austanverðu. Hann hét upphaflega Hafurshöfði.

Vissir þú að?
Baldursheimur er syðsti bærinn í Mývatnssveit nú á dögum, en enn þá sést fyrir rúsum bæja, sem stóðu sunnar í heiðinni.

Vissir þú að?
Kúluskítur er grænn, loðinn og hnöttóttur grænþörungur, sem lifir á þriggja metra dýpi í Mývatni.

Vissir þú að? Jarðbaðshólar eru fornir gígar rétt sunnan við þjóðveg #1, milli Námaskarðs og Reykjahlíðarþorps.

Vissir þú að? Hrossaborg er annar tveggja þekktra, samkynja gjóskugíga á Norðausturlandi. Hinn er Hverfjall í Mývatnssveit.

Vissir þú að? Hverfjall eða Hverfell er meðal stærstu og formfegurstu gjóskugíga í heimi.  Hann varð til í gosi fyrir u.þ.b. 2500 árum.


Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum
Ferðakort

Ásbyrgi

Þjóðgarðar Íslands

Vissir þú að? Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum var stofnaður árið 1973.
 
Vissir þú að? Selfoss er einn þriggja fossa í Jökulsá á Fjöllum, u.þ.b 1 km sunnan Dettifoss.

Vissir þú að? Dettifoss er öflugasti foss Evrópu. Hann er 44 m hár og um 100 m breiður.

Vissir þú að? Hólmatungur er mjög gróskumikið svæði í Jökulsárgljúfrum vestanverðum beint á móti Forvöðum, sem eru austan ár.


Mývatn til Egilsstaða
Ferðakort

Grímstaðir á Fjöllum
Grímsstaðir á Fjöllum
Sæluhúsið
við JÖKULSÁ á FJÖLLUM


Meira um Egilsstaði og nágreni

Vissir þú að? Grímstaðir eru ásamt Möðrudal hæstu byggðu ból landsins.  Þeir voru löngum í þjóðleið og þar var lögferja áður en Jökulsá á Fjöllum var brúuð 1947

Vissir þú að? Sæluhúsið við Jökulsá á Fjöllum, húsið varð alræmt vegna draugagangs.  Gestir þess heyrðu högg og hávaða, þeim fannst þreifað á sér og hundar létu illa. 

Vissir þú að? Sænautasel var byggt á Jökuldalsheiði 1843. Flestir Íslendingar og margir erlendir aðdáendur Haldórs Kiljan Laxness þekkja söguna um Bjart í Sumarhúsum í skáldverkinu „Sjálfstætt fólk”.

Vissir þú að? Möðrudalur stendur bæja hæst (469m) og lengst inni í óbyggðum.

Vissir þú að? Brúardalir eru á Brúaröræfum inn af Brú, efsta bæ á Jökuldal.

Vissir þú að? Hrafnkelsdalur er 18 km langur, þar til hann skiptist í tvo dali.
Í Hrafnkelssögu Freysgoða er sagt að Bjarni, faðir þeirra Sáms og Eyvindar, hafi búið á Laugarhúsum. 


[Flag of the United Kingdom]
In English

krakkavefur nat.is


KRAKKA FERÐAVÍSIR

Vestfirðir < Norðurland > Austurland
Hálendið


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM