youth hostel thorsmork


Eldfjallaskálarnir í Húsadal í Þórsmörk


 


Smáhýsi


Merkursel


Hamrasel


Tjaldgisting

Húsadalur er staðsettur í náttúruperlunni Þórsmörk sem er ævintýraheimur göngufólks og náttúruunnenda á öllum aldri. Landslagið er ægifagurt og mótast af samspili eldfjalla, jökla, skóga og jökuláa sem móta útsýnið til allra átta. Dvöl í Húsadal er ævintýri líkust.

Gisting:  í Húsadal er boðið upp á gistingu í notalegum fjallaskálum, fjögurra til fimm manna smáhýsum, eins og tveggja manna herbergjum og á tjaldsvæðum. Hægt er að fá leigð rúmföt og sængur á staðnum fyrir þá sem það kjósa og fyrir þá sem gleymdu e.t.v. svefnpokanum heima.

Þjónusta í Húsadal

Heilsulindin LavaSPA

býður ferðalöngum upp á sturtur, gufubað og heita náttúrulaug sem gott er að baða sig í eftir langan dag á fjöllum. Hægt er að sóla sig á bekkjum eða mjúkum grasbalanum við laugina á sólríkum dögum. Drykkir og léttar veitingar eru afgreiddar frá veitingastaðnum.

Veitingastaðurinn Lava Grillið býður upp á ljúffengar veitingar fyrir hópa og einstaklinga sem leið eiga um Húsadal og Þórsmörk. Boðið er upp á morgunverð, hádegisverð, kaffiveitingar og kvöldverð auk þess sem hægt er að setja upp veislur og viðburði fyrir hópa hvort heldur sem er innandyra eða utan. Eftir matinn er svo tilvalið að fá sér drykk á barnum og deila ferðasögunni með öðrum ferðalöngum.

Ferðir og afþreying: í Húsadal er boðið upp á gönguferðir með leiðsögn, kvöldvökur við varðeld, ratleiki, námskeið og ýmsa sérviðburði. Dvalargestir í Húsadal hafa aðgang að hljóðfærum, bókasafni, leikjakistum með fótboltum, svifdiskum, krikketsettum, spilum og taflborðum svo fátt eitt sé nefnt. Leiktæki eru á svæðinu fyrir yngstu dvalargestina.

Gönguleiðir: Fjöldi skemmtilegra göngu- og hlaupaleiða liggja um Þórsmörk og nágrenni Húsadals og hér ættu allir að finna sér leiðir við hæfi. Laugavegurinn og Fimmvörðuháls eru meðal þekktustu gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu en auk þeirra eru fjöldi annarra skemmtilegra leiða. Gönguleiðakort eru seld í Húsadal.

Samgöngur:  Til að komast í Húsadal er ekið frá Suðurlandsvegi upp jeppafæran vegarslóða merktan F249 í Þórsmörk. Fara þarf yfir nokkrar ár og læki á leiðinni en helst má þar nefna Krossá sem eingöngu er fær vönum bílstjórum á vel útbúnum jeppum. Staðarhaldari í Húsadal getur veitt aðstoð við að komast yfir Krossá.

Daglegar rútuferðir eru frá BSÍ yfir sumar mánuðina en hægt er að nálgast nánari upplýsingar um áætlun rútuferða og að bóka rútumiða á vefsíðu Húsadals.

Daglegar rútuferðir eru frá Reykjavík yfir sumar mánuðina í Þórsmörk:
Reykjavik-Þórsmörk-Reykjavik

Bókanir og allar nánari upplýsingar um þjónustu í Húsadal er að finna á vefsíðunni www.husadalur.is og hægt er að hringja í síma 552-8300 eða senda tölvupóst á netfangið volcanohuts@volcanohuts.com

[Flag of the United Kingdom]
In English

TIL BAKA    The Volcano Huts  Tel:  354+552-8300 - www.volcanohuts.com  - volcanohuts@volcanohuts.com             HEIM
           Nat.is - Box 8593 108 Reykjavik - Sími: +354-898-0355 - upplýsingar:  nat@nat.is - um okkur - heimildir