VESTURLAND
FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert

Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Þjóðgarðar
Menning & saga
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull


ÓLAFSVÍK
FERÐAVÍSIR

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Vestmanna er vinabær Ólafvíkur


Ólafavík og Enni


Ennisvegur 1983

 

Byggð myndaðist snemma í Ólafsvík, enda góð fiskimið úti fyrir og góð lending. Hafnaraðstaða var bætt mjög um miðja 20. öldina og óx byggðin hratt í kjölfarið. Gamalt pakkhús frá 1844 er á staðnum og er nú minjasafn. Til margra ára var blómleg útgerð og fiskvinnsla í Ólafsvík og fjöldi aðkomufólks sótti vinnu þangað. Fyrrum var mikil verstöð á Hellissandi og er þar sjóminjasafn, sem geymir m.a. Blika, elzta áraskip landsins, smíðað 1826.

Bæjarskrifstofur Snæfellsbæjar eru staðsettar á Hellissandi.

Rif var einhver mesta verzlunarhöfn á Snæfellsnesi áður fyrr, en höfnin eyðilagðist þegar Hólmkelsá breytti farvegi sínum. Góð höfn er nú á Rifi. Útgerð og fiskvinnsla eru uppistaðan í atvinnulífi Ólafsvíkur, Hellissands og Rifs. Ólafsvík, Hellissandur og Rif eru nú hlutar Snæfellsbæjar.

Félagsheimilið Klif var opnað í ágúst 1987 á 300 ára afmæli verzlunar í Ólafsvík.  Sigurður Elínbergsson sá um smíði þess og bæjarstjóri var þá Kristján Pálsson.

Ólafur belgur nam land inn frá Enni til Fróðár og bjó í Ólafsvík.  Ormur hinn mjóvi kom á skipi sínu í Fróðá.  Hann bjó nokkra vetur á Brimilsvöllum áður en hann rak Ólaf belb á brott.  Síðan bjó hann að Fróðá og nam víkina gömlu milli Ennis og Höfða.

Styttan í Sjómannagarðinum í Ólafsvík er eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal, föður listamannsins Errós, sem fæddis í Ólafsvík.  Styttan var afhjúpuð á sjómannadaginn 1961.


Samgöngur til og frá austri og vestri um Búlandshöfða og Enni voru erfiðar og hættulegar.  Þjóðsagan segir, að 19 hafi farizt í Enninu.  Aðdýpi er talsvert við Búlandshöfða, þannig að þar þurfti að ferðast um snarbrattar brekkur.  Hægt var að fara fyrir Enni á fjöru en var aldrei hættulaust vegna grjóthruns, þótt Guðmundur biskup góði hefði vígt það.  Árið 1963 var sprengdur vegur í klettabeltið meðfram Enninu en dró ekki úr hættunni.  Núverandi vegur var opnaður árið 1983.  Fróðárheiði var löngum eina örugga samgönguleiðin við Ólafsvík en var oftast lokuð vetrarlangt vegna snjóa.

Eitthvert frægasta og farsælasta skip Snæfellinga var Svanurinn, sem sigldi áfallalaust í 116 ár.  Hann var smíðaður 1777, 170 rúmlesta briggskip, skrokkur klæddur með látúni.  Hann var þungur undir seglum, en vel búinn og traust sjóskip.  Fólk kom víða að til að fá far með honum milli Íslands og Danmerkur.  Hann slitnaði upp af legunni í Ólafsvík 1893 og eyðilagðist ásamt fleiri skipum.  Hafnarskilyrði voru þá slæm og vátryggingarfélögin, sem voru að komast á legg á þessum árum hættu að tryggja skipin í Ólafsvík.  Það varð til þess, að útgerð stærri skipa lagðist af um tíma í Ólafsvík.


Hellissandur 9 km <Ólafsvík> Arnarstapi 38 km um Fróðárheiði.
Grundarfjörður 28 km
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM