Á eigin vegum Fjallabak syðra Miðvegur,
Landmannaleið
Hólaskjól
Amenningar
Fjallaskálar á Miðvegi Friðland Fjallabak Álftavatnskrókur

FJALLABAK SYÐRA
MIÐVEGUR
Jeppaleið!
(F-210 )

.Áður en er farið inn á hálendið komið við hjá næstu upplýsingamiðstöð!

Beittu músinni á staðina á kortinu til að finna nánari upplýsingar!

Svæðiskort
.Ástand vega og veður

Þessi leið tengir Rangárvelli og Skaftártungu. Hún hefst við Keldur á Rangárvöllum, sé ekið til austurs. Þaðan er haldið upp með Eystri-Rangá um Laufahraun að Laufafelli, yfir Markarfljót hjá Launfit, austur Álftavatni, þar sem eru tveir skálar Ferðafélags Íslands, og í Hvanngil. Þar er góður gangnaskáli. Rétt austan við Hvanngil er ekið yfir Mælifellssand að Brytalækjum, þar sem leiðin skiptist. Ein liggur til byggða, svokölluð Öldufellsleið meðfram Hólmsá vestanverðri niður Álftaverið, önnur liggur um vað á Hólmsá að Snæbýli í Skaftártungu og út á Landmannaleið við Lambaskarðshóla og hin þriðja liggur líka um Hólmsárvað og Álftavatnskrók niður í Eldgjá. Vestari hluti gamla reiðvegarins lá nokkru sunnar, um Hungursfitjar, og var venjulega riðinn á u.þ.b. 20 klst.

Leiðin neðan úr Fljótshlíð, sem liggur um Emstrur, tengist Miðvegi á vestanverðum Mælifellssandi. Á meðan Skaftfellingar þurftu að sækja verzlun til Eyrarbakka, var leiðin fjölfarin, enda eru fáar torfærur á henni.

.
Gönguleiðir á Íslandi

 

.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM