Car rentals in Reykjavik, Itinerary suggestions,
 


FERÐAÁÆTLANIR
FRÁ REYKJAVÍK

.

.

Gönguleiðir á Íslandi

Gullfoss-Geysir (Gullhringurinn) 1-2 dagar.
Ekið er um Hellisheiði til Hveragerðis eða Mosfellsheiði til Þingvalla og áfram að Gullfossi og Geysi.  Þá verður að leggja smálykkju á leiðina til Skálholts og Laugaráss.  Austan Hvítár er upplagt að heimsækja Flúðir, Árnes og Þjórsárdal.  Vegalengd þessarar ferðar er á bilinu 270-340 km miðuð við akstur til baka til Reykjavíkur.


Reykjanes-Bláa lónið-Grindavík

Meðal ómissandi staða í þessari ferð eru Hafnarfjörður, Bessastaðir, Reykjanes, Grindavík Gjáin í Eldborg og Bláa lónið.  Keflavík, einkum elzti hlutinn, er orðinn hrífandi bær, sem er vel þess virði að skoða vel.  Vegalengd þessarar ferðar er á bilinu 120 til 140 km.

Suðurströndin,
Ekið um Hellisheiði til Hveragerðis og þvert yfir Suðurlandsundirlendið.  Helztu skoðunarstaðirnir eru undir Eyjafjöllum, s.s. Seljalandsfoss, hellar, Seljavallalaug, Skógar, Skógasandur, Sólheimajökull, Dyrhólaey, Reynishverfi og umhverfi Víkur.  Upplagt er að aka gegnum Stokkseyri og Eyrarbakka og um Þrengsli á leiðinni heim.  Vegalengd þessarar ferðar er u.þ.b. 390 km.


Kaldidalur
Líklega er bezt að hefja ferðina á Þingvöllum í morgunsólinni.  Þá er stefnan tekin yfir Mosfellsheiði og haldið frá Þingvöllum svokallaðan Uxahryggjaveg um Hofmannaflöt, Sandkluftir, Víðiker og Brunna inn á Kaldadalsveg, sem rís hæst 727 m yfir sjó.  Eftir það blasa við efstu byggðir Borgarfjarðar og Mýrasýslu, Húsafell og Kalmanstunga.  Margir slappa af í lauginni í Húsafelli og þar er nokkrar áhugaverðar gönguleiðir.  Næst koma Hraunfossar og Barnafoss í Hvítá, Reykholt og Deildartunguhver.  Leiðin fyrir Hvalfjörð er alltaf falleg og býður fleiri kosti en að fara um Hvalfjarðargöng til baka.

Svæðiskort
Suðvesturland <>Suðurströndin  <> Vesturland 
Kaldidalur<>  Skógar & Vík <> Geysir & Kjölur
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM