Á eigin vegum Kaldidalur,
 

KALDIDALUR
Route F-550

..
Áður en er farið inn á hálendið komið við hjá næstu upplýsingamiðstöð!

.

Gönguleiðir á Íslandi

Kaldidalur er stytztur hinna þriggja höfuðfjallvega landsins frá suðri til norðurs. Hann liggur á milli Oks og Langjökuls og hæsti hluti hans, efsti hluti Langahryggjar, liggur í 727 m hæð yfir sjó. Yfirleitt er hann fær flestum farartækjum þrjá til fimm mánuði á ári. Líkt og hinir eystri fjallvegir landsins var Kaldidalur mjög fjölfarinn fyrrum, einkum milli efstu bæja í Þingvallasveit og Borgarfirði. Þetta er fyrsti fjallvegur landsins, sem var ruddur árið 1830. Ofan af Langahrygg getur útsýni verið gott, s.s. til Prestahnjúks og mynnis Þórisdals, sem koma fyrir í þjóðsögum og Grettissögu. Syðst á Kaldadal er ein af fáum beinakerlingum landsins og hún er þónokkuð notuð af mismunandi hagyrtum ferðamönnum enn þá.

Norðan Kaldadals er tangi milli jökulsánna Geitár og Hvítár. Getið er um allþétta byggð á Geitlandi á öldum áður. Þar á líka að hafa verið hverinn Skrifla, sem flutti sig tvisvar um set, fyrst eftir að blóðug föt manns, sem var veginn blásaklaus, voru þvegin þar. Skrifla endaði síðan niðri í Reykholti og úr hvernum rennur vatnið í Snorralaug hina fornu. Skúlaskeið, sem var talið einhver stórgrýttasti vegur landsins, er nokkuð norðan Langahryggjar. Það varð Grími Thomsen að yrkisefni í kvæðinu „Skúlaskeið”, sem hann byggði á þjóðsögu og allir urðu að læra í skóla.

Um Kaldadal eru engar áætlunarferðir nema dagsferðir, sem ferðaskrifstofur bjóða, aðallega frá Reykjavík.

Þingvellir <til> Húsafells 65 km um Kaldadal.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM