Á eigin vegum Kárahnjúkar,
 


KÁRAHNJÚKAR

.Áður en er farið inn á hálendið komið við hjá næstu upplýsingamiðstöð!
.

.

Gönguleiðir á Íslandi

 

Kárahnjúkar eru móbergsfjöll austan Jökulsár á Dal á móti Hafrahvammagljúfrum og Glámshvömmum. Ytri hnjúkurinn er hærri, 835 m.y.s. Megingljúfur Hafrahvamma er 5 km langur, en milli Desjaár og Tröllagils eru u.þ.b. 10 km. Dýpsti hlutinn milli Glámshvamma og Hafrahvamma er u.þ.b 200 m djúpur og er kallaður Dimmugljúfur. Þar er gljúfrið mjög hrikalegt og þröngt, vafalaust eitthvert hið stórbrotnasta á landinu. Virkjanaframkvæmdir standa yfir á þessum slóðum (2003-04). Um þessar slóðir liggur jeppaslóð frá Brú á Jökuldal, sem aka má áfram inn á Brúaröræfi og út á Kverkfjallaslóðina nærri eystri brúnni inn í Kverkfjallarana eða talsvert norðar við Arnardal. Einnig liggur jeppavegur upp úr Hrafnkelsdal að Snæfelli og inn á Vesturöræfi.

Möðrudalur 67 km <Kárahnjúkar> Brú 33 km, Egilsstaðir 115 km.
.

Jeppaslóð upp úr Hrafnkelsdal
Vegur upp úr Fljótsdal

arrow-from.GIF (274 bytes) Egilsstaðir  
Brú
Brúardalir
Brúardalir
Laugarvalladalur
Kárahnjúkar
arrow-to.GIF (271 bytes)


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM