Á eigin veguKjölur,
 


KJALVEGUR
(F-35)

.Áður en er farið inn á hálendið komið við hjá næstu upplýsingamiðstöð!

Kjölur er svæðið milli Langjökuls í vestri og Hofsjökuls í austri, Hvítár í Suðri og Seyðisár og Svörtukvíslar í norðri. Þetta svæði liggur í 600 - 700 m hæð yfir sjó. Rétt norðan við miðju svæðisins er hraundyngja (840m), sem kallast Kjalhraun. Rammi þess að austan og sunnan eru berar jökulöldur og sandar. Lágreist fell rísa upp af sléttunni, s.s. Kjalfell, Rjúpnafell og Dúfunefsfell. Kjalarsvæðið er víðkunnugt fyrir fagra fjallasýn á góðum degi. Fyrrum hefur verið mun meiri gróður á Kili en nú. Gróðursvæðin, sem eftir eru, er aðallega að finna á Hvítárnesi, Tjarnarheiði og í Þjófadölum auk gróðurteyginga við vötn, ár og læki. Í sunnanverðu Kjalhrauni eru líka gróðurblettir. Hveravellir eru eina jarðhitasvæði Kjalar, en um þá er fjallað sérstaklega. Það er óhætt að segja, að landslag og náttúra Kjalar sé einkar fjölbreytt og svæðið er upplagt til lengri og skemmri gönguferða allt árið.

Leiðin milli Gullfoss og efstu byggðra bóla í Blöndudal er nálægt 200 km löng.  Syðri hluti hennar verður mjög holóttur í rigningartíð en er samt sem áður fær öllum bílum.  Það er um að gera að fara varlega til að verða ekki fyrir tjóni.

Nánari upplýsingar í tenglum á kortinu.

SVÆÐISKORT
 Kjalarsvæðið
.
Reykjavík-Kjölur-Varmahlíð


.

Gönguleiðir á Íslandi

 

TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM