Á eigin vegum Laki Lakagígar,
 


LAKI
LAKAGÍGAR
Jeppaleið

(F-206 )

.Áður en er farið inn á hálendið komið við hjá næstu upplýsingamiðstöð!
.

.

Gönguleiðir á Íslandi

 

Lakagígar urðu til í einhverju mesta hraungosi á jörðunni á sögulegum tímum. Það hófst 8. júní 1783 á suðvesturhluta gossprungunnar, þar sem hét Varmárdalur. Hann og Skaftárgljúfur, sem voru allt að 200 m djúp, fylltust af hrauni, sem breiddist síðan út á láglendinu á Síðu yfir marga bæi. Hraunið stöðvaðist við Eldmessutanga 20 júlí. Á, sem rennur um hrauntraðir, þar sem Varmárdalur var áður, heitir enn þá Varmá. Norðausturhluti sprungunnar tók að gjósa 29. júlí 1783. Hraun fyllti gljúfur Hverfisfljóts og breiddist út niðri í Fljótshverfi. Þetta gos hélzt óslitið fram í október, þegar fór að draga úr því, en því lauk ekki fyrr en í febrúar 1784.

Talið er að 53% nautgripa (11.500), 82% sauðfjár (190.000) og 77% hrossa (28.000) hafi fallið Gígaröðin er u.þ.b. 25 km löng, allt frá móbergsfjallinu Hnútu í suðvestri upp Síðujökli. Laki stendur nokkurn veginn í miðri gígaröðinn. Heildarflötur Skaftáreldahrauna er 565 km² og áætlað rúmmál gosefna rúmlega 12 km³. Aska frá gosinu barst alla leið til Evrópu. Móðuharðindin komu í kjölfar gossins vegna þess, hve eitrað það var. Talið er að 53% nautgripa (11.500), 82% sauðfjár (190.000) og 77% hrossa hafi drepizt vegna eitrunar og hagleysis.  Íbúafjöldinn minnkaði um 20% (10.000) vegna hungursneyðar á árunum 1783 til 1786.

Uppskerubrestur, pestir og hörmungar í Evrópu í kjölfar gossins eru raktar til þess, þannig að leiða má líkur að því, að það hafi verið meðal orsaka frönsku stjórnarbyltingarinnar 1789.  Þetta eldgos olli samt ekki eins miklum hörmungum og Eldgjárgosið árið 934, sem olli mun víðtækari loftslagsbreytingum í Evrópu og Miðausturlöndum samkvæmt nýuppgötvuðum heimildum (2005).

Á danska þinginu var rætt um að flytja hina eftirlifandi 40.000 Íslendinga til Jótlandsheiða en úr því varð ekki. Flestir gíganna eru nú huldir grámosa og óvíða á landinu er stórfenglegra og fegurra landslag að sjá en uppi á Síðuafrétti. Gígaröðin var friðlýst 1971. Kynnisferðir halda uppi daglegum ferðum í Lakagíga á sumrin.

Frá þjóðvegi #1 = 40 km <Laki> Klaustur 51 km.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM