Lónsöræfi,

Gönguleið
Snæfell-Lónsöræfi
Snæfell Eyjabakkar  

LÓNSÖRÆFI
Jeppaleið

.
Áður en er farið inn á hálendið komið við hjá næstu upplýsingamiðstöð!

.

Gönguleiðir á Íslandi


Múlaskáli


Ástand vega og veður

 

Öræfin eru austan Vatnajökuls og upp af Lóni bera þetta nafn. Þau ná frá Skyndidal í suðri að Geldingafelli í norðri og Hofsjökli og Jökulgisltindi og Víðidalsdrögum í austri.  Lónsöræfi eru mjög sundurskorin af giljum og gljúfrum, mikið er af ljósgrýti (ríólíti), þannig að landslagið er ákaflega litríkt. Líkt og víðar á Austfjörðum finnst þar mikið af holufyllingum og fallegum kristöllum. Víða er gróður talsverður, graslendi og blómskrúð. Oft sjást hreindýr á þessum slóðum. Jeppaleiðin liggur frá Þórisdal yfir Skyndidalsá að Eskifelli og síðan upp Kjarrdalsheiði (722m) og niður á Illakamb við Ölkeldugil.

Þar verður að grípa til postulanna og ganga yfir hengibrú á Jökulsá í Lóni. Lónsöræfi eru eitthvert fegursta og áhugaverðasta göngusvæði landsins og þar eru víða skálar til að gista í. Sumir ganga yfir Eyjabakka eða Eyjabakkajökul, ef kvíslar Jökulsár á Dal eru óvæðar, alla leið að Snæfelli, þar sem er skáli Ferðafélags Íslands. Á sumrin eru daglegar ferðir inn á Illakamb frá Höfn í Hornafirði.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM