Á eigin vegum Skagafjörður


Ástand vega og veður

Gisting á Norðurlandi

Á EIGIN VEGUM Í SKAGAFIRÐI
FERÐAÁÆTLUN UM SKAGAFJÖRÐ

Við gerum ráð fyrir, að ferðin hefjist í Varmahlíð, þaðan, sem hið litríka sögusvið héraðsins sést ágætlega.  Til þess að njóta ferðarinnar sem bezt, er óvitlaust að lesa um það og skoða myndir.  Til þess þarf aðeins að beita músinni á staðina á kortinu hér fyrir neðan og fá upplýsingarnar upp í hendurnar.  Það sakar ekki, að skagfirzka umhverfið er fagurt, rammað inn í fjallahringinn með fjörðinn og eyjarnar í norðri.

Sumir hafa lítinn áhuga á Sturlungu en gætu hugsað sér annars konar afþreyingu.  Hana skortir ekki í Skagafirði.  Þar er hægt að fara á hestbak, í flúðasiglingu eða sigla til Drangeyjar og príla upp á hana.  Þar er fólk engu að síður komið inn í miðja Grettissögu, en það skiptir ekki máli, því ferðin er svo skemmtileg.

Sögufólkið ekur af stað, þvert yfir dalinn, yfir Héraðsvötnin, og stefnir þaðan norður til Grafarkirkju, Hóla og Hofsóss.  Þaðan er upplagt að bregða sér til Siglufjarðar og njóta umhverfisins og Síldarminjasafnsins.  Á leiðinni til baka er nyrðri leiðin yfir Héraðsvötn valin til að komast stytztu leið til Sauðárkróks og Glaumbæjar áður en hringnum er lokað.

Beittu músinni á staðina á kortinu til að finna nánari upplýsingar!


Svæðiskort
 Skagafjörður

Hofsos 37 km <Sauðarkrokur> Varmahlid 24 km. Blonduos (744) 50 km. Skagastrond (745) 98 km.
Vötn á skaga


.

Gönguleiðir á Íslandi


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM