Á eigin vegum Snæfell Austurland,


SNÆFELL
(Snæfellsleið F-909)

.Áður en er farið inn á hálendið komið við hjá næstu upplýsingamiðstöð!
.

.

Gönguleiðir á Íslandi

 

 

Snæfell er hæsta staka fjall landsins, 1833 m yfir sjó. Það sést víða að og útsýnið af tindi þess er geysivítt á góðum degi. Það er nokkuð keilulaga, enda forn megineldstöð, sem hefur ekki rumskað undanfarin 10 þúsund ár. Það mun hafa myndazt síðla á ísöld og er því yngsta eldstöð Austurlands. Vegna þess, hve hátt það rís, hverfa efstu fannir þess ekki á sumrin. Það er tiltölulega auðvelt að klífa fjallið frá sæluhúsi Ferðafélagsins. Vestan Snæfells og austan Jökulsár á Brú eru Vesturöræfi og vestan hennar Brúaröræfi. Á báðum þessum öræfum eru meginstöðvar hreindýranna auk Kringilsárrana. Norðan Snæfells eru Nálhúshjúkar og sunnan þess eru Þjófahnúkar, en þaðan er gott útsýni yfir Eyjabakkasvæðið. Skemmtileg gönguleið liggur frá Snæfelli yfir Eyjabakkajökul að skála við Geldingafell og þaðan suður Lónsöræfi. Í Eyjabakkajökli eru tíðum stórkostlegir íshellar.

Vegamót við Kreppubrú 122 km, Mödrudalur 83 km, Vegamót á Jökuldalsheiði 59 km, Eyjabakkar 29 km
<Snæfell > Valþjófsstaður 61 km, Hallormsstaður 77 km, Egilsstaðir 99 km.
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM