Suðurland á eigin vegum,

Meira um Ísland


T
ILLAGA AÐ SÖGUFERÐ UM SUÐURLAND Á 4 DÖGUM

.Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug-
Á eigin vegum


Gönguleiðir á Íslandi

Ekið um Hellisheiði og Suðurlandsundirlendið, sem er stærsta landbúnaðarsvæði landsins, og síðan með suðurströndinni.  Margir halda, að Suðurlandsundirlendið sé sviplaust, en skipta um skoðun, þegar fagur fjallahringurinn er skoðaður nánar.  Enginn kemst hjá því að sjá Heklu, Eyjafjallajökul, Tindfjöll, Vestmannaeyjar, Búrfell og Vörðufell í góðu veðri svo eitthvað sé nefnt. Svo má ekki gleyma aðalsögusviði Njálu á leiðinni.

Þegar Eyjafjöllum sleppir, kemur Mýrdalurinn og syðsta þorp landsins, Vík.  Jöklarnir blasa við á góðum degi og margt að sjá á leiðinni, s.s. Hjörleifshöfði, Eldhraunið, Klaustur, Dverghamrar, Núpsstaður, Skaftafell og Jökulsárlón áður en komið er til Hafnar í Hornafirði.


Dagur 1: Reykjavík - Þingvellir - Kirkjubæjarklaustur
Ekið er um Hellisheiði til Hveragerðis eða Mosfellsheiði til Þingvalla og áfram að Gullfossi og Geysi.  Þá verður að leggja smálykkju á leiðina til Skálholts og Laugaráss þaðan niður Skeiðin að þjóðveg 1 til  Hellu, Hvolsvallar og skreppa til Vestmannaeyja þar til fyrsti næturstaður, Kirkjubæjarklaustur, blasir við.

Dagur 2: Kirkjubæjarklaustur - Höfn
Ekið í þjóðgarðinn í Skaftafelli við rætur Öræfajökuls, þar sem hæsti tindur landsins, Hvannadalshnúkur heilsar gestum á góðum degi. Síðan er haldið áfram að Jökulsárlóni áður en næsti næturstaður, Höfn, kemur í ljós.

Dagur 3: Höfn -
Vík
Sama leiðin er ekin til baka og upplagt að líta á staði, sem hafa orðið útundan á austurleiðinni áður en náttstaður er fundinn í Vík eða nágrenni.

Dagur 4: Vík - Reykjavík
Nú verður ekki komizt hjá að skoða Skógafoss og hið ómetanlega SkógasafnSeljavallalaug er freistandi á leiðinni að Seljalandsfossi.  Síðan má halda áfram alla leið til Selfoss og líta við á Eyrarbakka og Stokkseyri, þar sem má skoða Húsið og fjöruna áður en snúið til
Reykjavikur.

SÖGUFERÐ UM SUÐURLAND
Á EIGIN VEGUMSUÐURLAND
ÁHUGAVERÐIR STAÐIR

Söguferð umhverfis landið


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM