Á eigin vegum Veiðivötn,


Veiðivötn 1962

  Tungnaáröræfi Svæðiskort .

VEIÐIVÖTN

.Áður en er farið inn á hálendið komið við hjá næstu upplýsingamiðstöð!
.

.

Gönguleiðir á Íslandi

 

 

Veiðivatnasvæðið er eitthvert fegursta svæða landsins. Það er ungt að árum í núverandi mynd, því að það varð til í stórkostlegum náttúruhamförum árið 1477, þegar gaus á Veiðivatnasprungunni, allt frá Landmannalaugum norðaustur um Heljargjá norðvestan Jökulheima.  Vötnin eru u.þ.b. 50 af öllum stærðum og gerðum og flest svokölluð gígvötn.

Veiðivatnasvæðið er u.þ.b. 20 km langt og 5 km breitt frá suðvestri til norðausturs. Vötnin liggja í tveimur röðum. Helstu vötnin í hinni austari eru: Snjóölduvatn (21m), Ónýtavatn, Grænavatn (13m) og Litlisjór. Í vestari röðinni eru vötnin fleiri og yfirleitt smærri: Nýjavatn, Breiðavatn, Eskivatn (36m; dýpst), Langavatn, Skálavatn, Tjaldvatn og Litla- og Stóra-Fossvatn (15 og 18m). Það er ekið yfir Fossvatnskvísl á milli Fossvatnanna. Mörg vatnanna hafa af- og aðrennsli neðanjarðar, því berggrunnurinn á þessu svæði er mjög gropinn. Nyrst og austast eru Hraunvötn.

Við sum vötnin eru gróðurvinjar og gróðurinn er mjög viðkvæmur. Það finnst silungur í 20-30 þessara vatna. Yfirleitt er urriðinn í Vötnunum mjög stór, 2-6 pund, og stundum koma menn með 10 punda fiska úr veiðiferðinni og 20 punda fiskar hafa veiðzt. Fyrrum veiddist einungis urriði í vötnunum, en eftir að bleikju var sleppt annars staðar á vatnasvæðinu verður hennar
víða vart. Eigendur veiðiréttar stunda netaveiðar í vötnunum á haustin eftir stangaveiðitímann. Fyrir 1920 gat aðgætinn maður oftast skorið úr, eftir lit og lögun, úr hvaða vatni fullvaxinn urriði var veiddur. 


Sigalda 36 km <Veidivotn> Jokulheimar 40 km.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM