Vesturland á eigin vegum,

Meira um Ísland

 

 

.

Gönguleiðir á Íslandi


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug-
Á eigin vegum

 


VESTURLAND Á EIGIN VEGUM
Tillaga 5 daga ferð um Vesturland

Þessi ferð byrjar á Gullfossi, Geysi og Þingvöllum.  Þaðan er haldið yfir Kaldadal í rólegheitum, því að bílnum verður ekki gott af hraðakstri á þessum vegi. Borgarfjörðurinn og Mýrarnar eru þrungnar af sögu og fögrum stöðum, sem vert er að huga að áður en haldið er út á Snæfellsnes.

Þar er ekki síður um auðugan garð að gresja að þessu leyti og bezt er að láta ekkert fram hjá sér fara.  Ferð umhverfis Snæfellsnes er ógleymanleg og ekki má gleyma að komast í návígi við nokkrar eyjanna í Breiðafirði í leiðinni.  Þá er Skógarströndin ekin til Búðardals og ekki má gleyma að koma við að Eiríksstöðum í Haukadal og minnast landafundanna áður en haldið er um Bröttubrekku til baka.


Dagur 1:  Reykjavík – Geysissvæðið.
Leiðin liggur oftast um Hellisheiði með viðkomu í Hveragerði, en getur sem bezt líka legið um Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfoss.  Kerið er á leiðinni um Grímsnesið og það er ekki langur vegur að Sogsvirkjunum, þar sem Landsvirkjun hefur veitt gestum aðgang. Gullfoss og Geysir eru meðal mestu ferðamannastaða landsins og þar er hægt að fá alls konar gistingu í nágrenninu.  Stutt er í Brúarhlöð og jafnvel alla leið upp á Bláfellsháls, syðsta hluta Kjalvegar.

Dagur 2:  Geysissvæðið – Borgarfjörður.
Nú er bezt að aka um uppsveitirnar um Laugardalinn að Laugarvatni til Þingvalla.  Þá er haldið um einhvern fjölfarnasta fjallveg landsins á öldum áður, Kaldadal, og hægt að aka alla leið upp að jaðri Langjökuls og lenda í snjósleðaævintýri.  Húsafellsskógurinn hlýlegi tekur við niðri í byggð og Hraunfossar seiða.  Sögustaðirnir eru margir, .þ.á.m. Reykholt og skammt þaðan er stærsti hver í heimi, Deildartunguhver.  Það er ekki erfitt að finna sér næturstað í Borgarfirði.

Dagur 3:  Borgarfjörður Ólafsvík.
Það er hægðarleikur að nota heilan dag á leiðinni um Mýrar fyrir Snæfellsjökul til Ólafsvíkur með viðkomu í Eldborg, Gerðubergi, að Ölkeldu, Búðum, Arnarstapa, Hellnum og Hólahólum svo eitthvað sé nefnt.  Þá taka við Gufuskálar, Hellissandur og Rif áður en náttstað er náð í Ólafsvík.  Á Arnarstapa bjóðast ferðir upp á Snæfellsjökul og bátsferð meðfram lágum fuglabjörgum, hvort tveggja ógleymanlegt.

Dagur 4.  Ólafsvík – Stykkishólmur.
Dagurinn nýtist vel til hvalaskoðunarferðar frá Ólafsvík og nánari skoðunar á stöðum á stuttri leið um Grundarfjörð til Stykkishólms.  Það er upplagt að leggja smálykkju á leið sína um gamla veginn fyrir Hraunsfjörð og aka um hluta Berserkjahrauns og síðan niður að Bjarnarhöfn til að smakka á hákarlinum hjá Hildibrandi og skoða kirkjuna hans og annað smálegt, sem hann hefur safnað.  Hólmarar hafa eignast heilsulind, nýja sundlaug með mjög heilnæmu vatni úr borholu í grennd.

Dagur 5:  Stykkishólmur – Búðardalur – Reykjavík.
Ekið er hjá litríku Drápuhlíðarfjallinu, fyrir Álftafjörð og um Skógarströnd til Búðardals.  Örnefni á leiðinni minna á söguna, m.a. landafundina og Eirík rauða.  Því er ekki úr vegi að heimsækja nýbyggða endurgerð af bæ Eiríks að Eiríksstöðum í Haukadal áður en haldið er yfir Bröttubrekku í Bifröst í Borgarfirði og heimleiðis til Reykjavikur.

Kort
Barðaströnd
Borgarfjörður <> Snæfellsnes  <> Búðardalur <> Kaldidalur
 
Arnarvatsheiði & Tvidægra


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM