Álftafjörður Vestfirðir,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


ÁLFTAFJÖRÐUR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Álftafjörður gengur suður úr Djúpi. Hann er um 12 km langur og 1½-2 km breiður og næstytztur fjarða sunnand Djúps. Tveir stuttir dalir ganga inn úr fjarðarbotninum, Seljalandsdalur og Hattardalur.

Álftafjörður er einkum kunnur fyrir fjörugt athafnalíf, sem Norðmenn stóðu fyrir á síðustu áratugum 19. aldar og framan af hinni 20. Þeir höfðu þrjár bækistöðvar í Álftafirði, eina á Langeyri við Súðavík, aðra á Dverga- steinseyri og hina þriðju á Hattareyri. Voru þetta ýmist hval- eða síldarstöðvar, sem sköpuðu fjölbýli og fjörugt athafnalíf við fjörðinn á meðan þær voru starfræktar.
Mynd: Súðavík


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM