Almenningar Þórsmörk,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


ALMENNINGAR
.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English

 

Almenningar eru uppblásinn og víða örfoka afréttur Vestur-Eyfellinga.  Þeir ná frá Þröngá í suðri að Syðri-Emstruá í norðri og Markarfljóti í vestri að Merkurjökli í austri.  Jökulsáin Ljósá, sem rennur til Markarfljóts, skiptir þeim í tvennt, framafrétt og innafrétt.  Framafrétturinn er mishæðóttur og frammjór háls frá jökli að Markarfljóti.  Næst jöklinum heitir hann Lakar.  Gráfell er vestantil á afréttinum og austan við það er Þvergil, sem sker hann í sundur.  Suðvestan fellsins er síminnkandi skógarspilda, sem kallast Kápa. Talið er, að Steinfinnsstaðir hafi verið á þessum slóðum.

Farvegur Þröngár ber nafnið með rentu. Nokkur rauð eldvörp eru áberandi innan Ljósár.  Frá þeim runnu talsverð hraun eftir ísöld.  Þetta gígasvæði er kallað Fauskheiði eða Fauskatorfur.  Þar var hellir, sem gangnamenn hírðust stundum í og kölluðu hann Almenningsból.  Bjórgil og Slyppugil eru innarlega á afréttinum og innan við þau er Langháls, sem liggur þvert yfir afréttinn.

Syðri-Emstruáin er skammt norðan Langháls og yfir hana liggur göngubrúin á
Laugavegsleiðinni,
Mynd: Þröngá


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM