Arnardalur sunnan Möðrudals,

Gisting & tjaldst.
Hálendið


Gönguleiðir Ísland

 


ARNARDALUR

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir

Rútur-Ferjur-Flug

 

 

Arnardalur er 25 km sunnan Möðrudals.  Austan slétts dalbotnsins er Dyngjuháls og Arnardalsfjöll að vestan.  Arnardalsá fellur um dalinn og myndar mýrlendi og skilyrði fyrir talsverðar gróður. Til hennar rennur talsvert vatn úr lindum í Dyngjuhálsi og Þríhyrningsá úr Þríhyrningsvatni. Allt þetta vatn skilar sér til Jökulsár á Fjöllum og skammt ofan ármótanna er foss í Arnardalsá. Mannvistarleifar finnast við Dyngju og talsvert af beinum kinda, hrossa, álfta og gæsa.

Einnig fundust netasökkur úr beini og viðarkol, líklega úr öskuhaugi íbúanna.  Þarna var líka sæluhúskofi, sem var grafinn inn í sandbakka.  Sagt er, að Þorsteinn jökull frá Brú hafi dvalizt þar í eitt ár og tvö ár í Netseli við Ánavatn í síðari plágunni, seint á 15. öld.  Vegur frá gamla þjóðveginum í Möðrudal liggur að þessum slóðum á leiðinni inn í Kverkfjöll (100 km).

HÁLENDIÐ MENNING OG SAGA


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM