Arnarnes við Ísafjarðardjúp,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


ARNARNES
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Arnarnes gengur fram milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar, suður úr Ísafjarðardjúpi.  Upp frá því er mynni Arnardals.  Fjallið Ernir er yzti hluti Kirkjubólsfjalls vestan hans en Hömlur að austanverðu.

Bæjarþyrpingin í mynni Arnardals heitir Neðri-Arnardalur.  Eyðibýlið Fremri-Arnardalur er innar í dalnum.  Þar fæddist og ólst upp Hannibal Valdimarsson (13/1 1903-1/9 1991).  Hann var m.a. forseti ASÍ og ráðherra.

Fóstbræðrasaga segir frá heimsókn Þormóðs Bersasonar á bænum Neðri-Arnardal, þar sem Kolbrún var heimasæta.  Hún varð nafngjafi hans:  „Kolbrúnarskáld”.

Fyrstu veggöng, 30 m löng, voru gerð í gegnum Arnardalshamar 1948.

Hin geysifjölmenna Arnardalsætt er kennd við þennan dal.  Ari Gíslason og Valdimar Björn Valdimarsson gerðu henni ítarleg skil í stóru verki 1959-1968.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM