Arnarvatnsheiði Stórisandur,

Gisting & tjaldst.
Hálendið


Gönguleiðir Ísland

Stórisandur Auðkúluheiði Grímstunguheiði Eyvindarstaðaheiði

ARNARVATNSHEIÐI - STÓRISANDUR

Áður en  farið inn á hálendið komið við hjá næstu upplýsingamiðstöð!
.


[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru heiðarflæmi, sem þekja norðvestuhluta meginhálendisins. Þar eru vötnin sögð óteljandi líkt og hólarnir í Vatnsdal og eyjarnar á Breiðafirði. Þessar grónustu heiðar landsins eru meðal fegurstu og friðsælustu svæða þess og þar hafa margar fjölskyldur átt ógleymanlegar stundir í útilegum og veiðiferðum. Á Arnarvatnsheiði er mikill fjöldi veiðivatna, s.s. Arnarvatn stóra, Úlfsvatn, Réttarvatn, Reykjavatn, Krókavatn, Mordísarvatn, Krummavatn, Veiðitjörn, Gunnarssonavatn, Hlíðarvatn, Arfavötn, Arnarvatn litla, Stóralón, Hávaðavötn og Urðhæðavatn.

Mordísarhæð (553m) er sunnarlega í Arnarvatnshæðum og samnefnd vatn suðvestan hennar.  Það er nokkuð stórt og án afrennslis.  Umhverfi þess er góðurlaust og engin veiði er í því.  Vegurinn að Arnarvatni stóra liggur með því vestanverðu.

Á Tvídægru, sem er votlend og ill yfirferðar, eru  líka mörg vötn, s.s. Flóavatn, Krókavatn og Langavatn. Hún er m.a. vettvangur Heiðarvígasögu, þar sem hún fékk nafn sitt.  Ýmsar ár renna frá Tvídægru, s.s. Þorvaldsá, Núpsá og Vestuá til Miðfjarðar,  Hrútafjarðará til Hrútafjarðar og Kjarrá til Borgarfjarðar. Í flestum vötnunum er mikil fiskisæld og einhver veiði í þeim öllum og þar hafa Borgfirðingar og Húnvetningar stundað veiði frá örófi alda. Veiðin var stunduð jafnt með dorg og netum, bæði vetur og sumar, enda geysileg búbót, þegar hart var í ári. Vetrarveiði féll niður um tíma, en nú orðið leggja æ fleiri leið sína á þessar fögru slóðir til að dorga í gegnum  ís. Flest vatnanna eru grunn og gruggast í stormi.  Fuglalíf er mikið á heiðinni og þar var mikil grasatekja fyrrum. Sekir menn áttu oft bólstaði á heiðinni eins og lesa má um í Grettissögu. Nokkrar leiðir liggja yfir þessi heiðalönd. Þessar leiðir eru einungis ætlaðar jeppum. Að sunnan er farið frá Kalmanstungu yfir Strútsháls, Hallmundarhraun og Þorvaldsháls að Arnarvatni. Þangað liggja leiðir líka að norðan upp Víðidal og Vatnsdal. Frá Arnarvatni er hægt að aka austur um Stórasand út á Kjalveg norðan Sandkúlufells.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM