Arngrímsstofa í Svarfaðardal,

Gönguleiðir Ísland


ARNGRÍMSSTOFA í SVARFAÐARDAL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Arngrímsstofa í SvarfaðardalArngrímur Gíslason fæddist í Reykjahverfi í Þingeyjasýslu, en bjó víða um land. Um hann hefur dr. Kristján Eldjárn skrifað bókina Arngrímur málari, og gefur þar mjög athyglisverða mynd af sérstæðum manni í rótgrónu bændasamfélagi. Hann er talinn með merkustu alþýðumálurum landsins. Málaði hann einkum mannamyndir og altaristöflur. Fátækur byggði hann vinnustofu sína við enda framhúss Gullbringubæjarins árið 1884 og eru húsin samföst. Húsið er 2,4 x 2,5 metrar að innanmáli og 2,1 m undir loft. Torf er á þaki og hlaðnir torfveggir meðfram tveimur húshliðum. Um er að ræða snoturt lítið timburhús og hina ákjósanlegustu vinnustofu, sem fullvíst má telja elstu vinnustofu málara hér á landi. Arngrímsstofa var endurbyggð árið 1983 í minningu dr. Kristjáns Eldjárns af Seðlabanka Íslands og hún hefur síðar verið í umsjá Þjóðminjasafnsins, sem sinnt hefur endurbótum á henni.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM