Ásólfsskáli Eyjafjöll,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


ÁSÓLFSSKÁLI
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Ásólfsskáli er bær og kirkjustaður undir Vestur-Eyjafjöllum. Landnámabók segir frá írskum, kristnum manni, Ásólfi alskik að nafni. Hann kom og reisti sér skála á staðnum. Fiskgengd var mikil í læknum, sem rann við skálann.

Landnámsmaðurinn Þorgeir hinn hörski Bárðarson rak Ásólf á brott og sagði hann sitja að veiðistöð sinni. Þá byggði Ásólfur annan skála nokkuð vestar, þar sem er Mið-Ásólfsskáli. Þá varð Miðskálaá full af fiski og Ásólfur var enn gerður brottrækur. Hann byggði enn skála, þar sem heitir Yztiskáli, og þá kom fiskgengd í Írá. Þetta kostaði hann algeran brottrekstur úr héraði og hann gerðist helgimaður á Ytra-Hólmi á Akranesi. Írárfoss í Írá er mjög fallegur og blasir við frá þjóðveginum. Ofar í ánni er annar fallegur foss, Hestafoss.

Söguslóðir Suðurland


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM