Baldursheimur við Mývatn,

Gönguleiðir Ísland


BALDURSHEIMUR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Baldursheimur er syðsti bærinn í Mývatnssveit nú á dögum, en enn þá sést fyrir rúsum bæja, sem stóðu sunnar í heiðinni.

Árið 1860 fannst þar kuml úr heiðni og í því m.a. hneftafl úr beini með teningi, sverð með silfurskreyttum hjöltum, fjaðraspjót, hnífur, reiðtygi og lítil stytta af manni, sem gæti verið goðalíkneski.  Þarna voru einnig leifar reiðtygja, því að hestur var grafinn með hinum látna, spjót, sverð, öxi og skjöldur.

Arngrímur málari skrifaði merka skýrslu um fundinn árið 1861 og teiknaði nákvæmar myndir af haugfénu, sem sýna vel, hvernig gripirnir litu út þegar þeir fundust.

Fornminjar, sem fundust fram að þessum tíma voru fluttar til Danmerkur, en þessi fundur varð til þess, að stofnun fornminjasafns komst á skrið.  Þessir munir eru til sýnis í Þjóðminjasafninu.
Mynd:  Skútustaðagígar


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM