Básar Goðaland Þórsmörk,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland

Bókaðu gistingu í Þórsmörk beint!

BÁSAR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Þórsmörk

Goðaland er sunnan Krossár, milli Hrunár og Hvannárgils.  Þar er land hálent og giljótt.  Vestasti hluti Réttarfells (503m), Álfakirkja, er andspænis Langadal.  Hattur í Réttarfelli austanverðu, Útigönguhöfði (805m) og Heiðarhorn gnæfa yfir algrónu dalverpinu Básum, sem umlykur klettahæðina Bólhaus eða Bólfell.  Ferðafélagið Útivist fékk leyfi Skógræktarinnar (Sigurðar Blöndal) og síðan staðfestingu landbúnaðarráðherra (Pálma Jónssonar) fyrir byggingu skála í Básum, sem var fullbúinn að utan í október 1980.  Óhætt er að fullyrða, að Básar séu einhver fegursti og skjólsælasti reiturinn á Þórsmerkursvæðinu.  Þaðan liggja gönguleiðir í allar áttir, m.a. yfir Fimmvörðuháls.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM