Biskupsbrekka,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


BISKUPSBREKKA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Biskupsbrekka er suðaustan við Hallbjarnarvörður við Sæluhúskvísl, sem rennur í Sandvatn í Sandkluftum. Þar skiptust leiðir, um Uxahryggi til Lundareykjardals og norður Kaldadal. Hinn 30. ágúst 1720 var Jón Vídalín biskup á leiðinni vestur í Staðarstað á Snæfellsnesi til jarðarfarar séra Þórðar Jónssonar (1672-1720), mágs sins, þegar hann varð skyndilega veikur og lézt.

Kross var reistur á staðnum til minningar um þennan atburð. Þarna var sæluhús forðum og Sæluhúsflói er þar vestur af. Sagt er, að biskup hafi kveðið þessa vísu áður en hann hélt að heiman frá Skálholtsstað:


Herra guð í himnasal,
haltu mér við trúna.
Kvíði ég fyrir Kaldadal,
kólna tekur núna.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM