Bláa lónið Reykjanes,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


BLÁA LÓNIÐ
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Afrennslisvatn frá orkuverinu í Svartsengi myndaði hið upphaflega Bláa lón.  Það varð og er enn þá, í nýrri aðstöðu, fjölsóttasti ferðamannastaður landsins.

Fljótlega eftir að fólk fór að sækja í Bláa Lónið kom í ljós að vatnið í því virkar mjög vel til að lina þjáningar psoriasis sjúklinga og er þar nú sérstök, fjölsótt aðstaða fyrir þá og koma sjúklingarnir víða að úr heiminum til að njóta lækningarmáttar lónsins. Góð þjónusta er við ferðamenn við Bláa lónið og er þar gott hótel og veitingahús ásamt upplýsingamiðstöð, heilsukrema- og minjagripasölu.

Ný þjónustumiðstöð, stærri og betri, var tekin í notkun í júní 1999 og ný meðferðarstöð fyrir fólk með húðsjúkdóma var opnuð í júní 2005.

Vegalengdin frá Reykjavík er 48 km.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM