Bólstaður Snæfellsnes,

Gönguleiðir Ísland


BÓLSTAÐUR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Bólstaður í Álftafirði á Snæfellsnesi hefur ekki verið í byggð síðan á söguöld. Eyrbyggja segir frá Arnkatli Þólólfssyni goða, sem þar bjó. Hann var manna sterkastur, vel að sér í lögum og sá margt fyrir. Arnkell var drengur góður og hvers manns hugljúfi, en honum tókst að ósættast við Snorra goða að Helgafelli, slægasta og heiftræknasta manns sins tíma. Snorri réðist á Arnkel við 15. mann hjá Örlygsstöðum, innst í Álftafirði, og þar féll hann eftir frækilega vörn. Haugur hans mun hafa eyðzt af sjávargangi. Nokkrar rústir hafa varðveitzt að Bólstað.

Þar lét Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður, grafa 1931og fannst þar skáli með langeldastæðum. Þessar rústir munu vera meðal elztu byggðaminja landsins, því bærinn fór í eyði í kringum árið 1000. Hjá Bólstað er kletturinn Þórólfshöfði. Þar brenndi Arnkell bæ föður sins, Þórólfs bægifótar, þegar afturganga hans var orðin óbærileg. Eyrbyggja nefnir höfðann Bægifótarhöfða.

VESTURLAND MENNING OG SAGA


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM