Borgarland Barðaströnd,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


BORGARLAND
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Borgarland er fallegt nes á milli Króksfjarðar og Berufjarðar.  Landslagið er prýtt tjörnum, mýrum og klettaborgum og útsýni til margra átta er gott.  Fuglalíf er fjölbreytt, gróðurfarið áhugavert og víða er að finna sjávarminjar uppi á þurru landi. 
Borgarnesið er í miðju Króksfjarðar-eldstöðvarinnar, sem nær yfir stórt svæði.  Hæst ber Vaðalfjöllin (509m), gígtappar úr blágrýtisstuðlum, sem stóðu eftir, þegar ísaldarjökullinn hafði rutt efstu lögunum frá þeim.

Niðri á Borgarlandinu eru klettaborgir og hnjúkar, tappar gígaraða, sem voru huldir hraunum og öðrum berglögum fyrir ísöld.  Bergmyndanir á þessu svæði eru mjög fjölbreytilegar og litskrúðugar.  Bærinn Borg er undir Fálkahamri og vestan hans er að finna bólstraberg, sem gefur til kynna neðansjávargos.  Fjölbreyttasti gróðurinn er við Hafrafellsvatn og allar tjarnirnar og mýrarnar laða til sín votlendisfugla.  Borgarland var að mestu undir sjó eftir að jöklar ísaldarinnar hopuðu, þannig að víða er að finna merki um mismunandi sjávarstöðu.

Yzt á Borgarlandi er Bjartmarssteinn, sem er talinn vera aðalkaupstaður huldufólks á þessum slóðum.  Skyggnir menn sögðu, að mun fjölmennara væri á kauptíðum þar vor og haust en í Stykkishólmi eða Flatey.

Mynd: Kollafjörður, Borgarland handan fjarðar


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM