Borgarnes,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


BORGARNES
.

.

Áætlun sérleyfishafa
umhverfis landið

Borgarnes og nokkur sveitarfélög í Mýrarsýslu sameinuðust undir nafninu Borgarbyggð.  Borgarnes er í landi Borgar á Mýrum og hét áður Digranes samkvæmt Egilssögu.  Fram af Borgarnesi er Brákarey.  Hún er tengd við land með brú yfir Brákarsund, en sundið er kennt við Þorgerði brák, ambátt Skalla-Gríms, en hann banaði henni þar með steinkasti.

Margir telja Borgarnes einn af vinalegustu þéttbýilisstöðum landsins.  Þar er Skalla-Grímsgarður, fallegur skrúðgarður.  Þar er m.a. minnismerki, sem sýnir Egil Skallagrímsson flytja son sinn heim andvana.
Borgarbyggð býður upp á margt áhugavert, s.s. golf, veiðar, góðar sundlaugar, hótel, gistiheimili og tjaldstæði.

Náttúrufegurð er þar viðbrugðið og fjölmargir sögufrægir staðir eru innan Borgarbyggðar og nágrennis.  Hverir, falleg stöðuvötn, bergvatnsár og jökulsá, og einstakir fossar, svo aðeins fátt eitt sér nefnt.

Vegalengdin frá Reykjavík er 71 km um Hvalfjarðargöng.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM