Breiðabólstaður Skógarströnd,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


BREIÐABÓLSTAÐUR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Breiðabólstaður er kirkjustaður, löngum prestsetur og setur höfðingja á Skógarströnd.  Þar bjó meða annarra Steinn mjögsiglandi Vígbjóðsson, sem Landnáma segir landnámsmann á Skógarströnd.  Fyrsta kirkjan var byggð árið 1563, sem var útkirkja frá Narfeyri.  Prestakallið var lagt niður 1970 og lagt til Stykkishólms.  Kirkjan, sem nú stendur, var vígð 1973.

Þorgestur gamli Steinsson bjó að Breiðabólstað, þegar hann fékk lánaða setstokka hjá Eiríki rauða.  Hann tregðaðist við að skila þeim aftur og Eiríkur heimsótti hann og tók þá með sér.  Þorgestur brást hinn versti við og fór eftir Eríki við nokkra menn.  Fundum þeirra bar saman að Dröngum, þar sem bardagi hófst.  Þar missti Þorgestur tvo syni sína meðal annarra (Eiríkssaga rauða, Grænlendingasaga o.fl.).

VESTURLAND MENNING OG SAGA


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM