Brennisteinsfjöll Reykjanes,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Reykjanes


BRENNISTEINSFJÖLL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Brennisteinsfjöll eru sunnan Lönguhlíðar á Reykjanesi.  Þau eru mjög eldbrunnin og hraunfossar frá þeim liggja niður fjallahlíðar í átt að Herdísarvík.  Þessi fjallshryggur hefur verið eldvirkur fyrir og eftir landnám.

Englendingar hófu þar brennisteinsnám í kringum 1880 fyrir atbeina Skotans W.C. Spence Paterson, sem kenndi á Möðruvöllum í tvo vetur og varð síðan ræðismaður í Hafnarfirði. Það þurfti að brjótast í gegnum 3-4 m þykka hraunskorpu til að komast að brennisteininum og flutningar voru erfiðir, þannig að þessi starfsemi varð ekki langvinn.  Flutningaleiðin var um Grindaskörð til Hafnarfjarðar.

Söguslóðir Suðvesturland


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM