Brimnes Dalvík,

Gönguleiðir Ísland


BRIMNES
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Brimnes var bær á Upsaströnd.  Lönd hans, Upsa, Hrísa og Böggvisstaða liggja nú undir Dalvíkurkaupstað.  Svarfdælasaga segir frá vígi Karls hins rauða og fleiri við Brimnesá og að hann hafi verið lagður í haug með skipi.

Norðan Brimnesár fannst merkur kumlateigur.  Daniel Bruun og Finnur Jónsson rannsökuðu hann árið 1909 og fundu 13 grafir, þar af eitt bátkuml.  Síðan hefur bætzt í safnið, s.s. bátkuml u.þ.b. 300 m frá kumlateignum, og ýmsir munir komið í ljós.  Talið er að hið forna Hyltinganaust hafi verið við Brimesá.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM