Búðarháls,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


BÚÐARHÁLS
.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Búðarháls er grágrýtis- og móbergshryggur á milli Þjórsár og Köldukvíslar í 600-700 m hæð yfir sjó. Lægð innarlega á hálsinum skiptir honum í Innri- og Fremri-Búðarháls. Ofan af hálsinum er geysivíðsýnt á góðum degi. Þaðan sést til sex jökla og yfir fjalllendið við Landmannaleið og Heklu. Vestantil, við Þjórsá, er hálsinn stöllóttur, sérstaklega í svokölluðum Básum. Þar eru sagðir vera 18 stallar sundurskornir af giljum, sem eru torfær. Stóragil er stærst og þar er Manntapahella. Þar ætluðu einhverjir að hlaupa yfir helluna en runnu af henni niður í Þjórsá og drukknuðu þar. Vitaskuld er talan 18 notuð um mannslífin, sem töpuðust þar, eins og í öðrum þjóðsögum. Talsverður gróður er í Básum eins og víðar meðfram ánni en að öðru leyti er hálsinn gróðurvana. Gamla bílaleiðin yfir Sprengisand liggur eftir Búðarhálsi norður að Sóleyjarhöfða.

Þar er eitt fárra vaða á Þjórsá. Gjarnan var farið yfir Tungnaá á kláfnum hjá Haldi inn á Búðarháls. Á þessari leið er yfir miklu fleiri kvíslar að fara en á Ölduleiðinni talsvert austar og nauðsynlegt að fara varlega í vatnavazlinu. Leiðin liggur lengra norður frá Sóleyjarhöfða um austurhluta Þjórsárvera, s.s. Eyvindarver en síðar inn á alfaraleiðina norðan og sunnan Nýjadals/Jökuldals.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM