Búðir Snæfellsnes,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland

Hellar Gamlar leiðir Fjallasýnin og gönguleiðir

BÚÐIR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Búðir á sunnan- og vestanverðu Snæfellsnesi er eftirsóttur ferðamannastaður. Einstök náttúrfegurð og nálægð við Snæfellsjökul hafa mikið aðdráttarafl. Búðahraun er þekkt fyrir fagurt landslag og fjölda tegunda hávaxinna burkna. Gönguleiðir liggja um hraunið og gíginn Búðaklett, þar sem ernir hafa orpið. Búðir voru einn stærsti verzlunarstaður vestanlands til forna. Hótelrekstur hófst 1947 en elzti hluti hússins er frá 1836. Hótelið brann til kaldra kola 1999.  Hafizt var handa við byggingu nýs hótels 2001.

Fyrsta kirkjan var reist á Búðum 1703 (Bendt Lauridsen). Hún var rifin og önnur reist. Árið 1816 var Búðakirkja lögð niður. Steinunn Lárusdóttir barðist fyrir eindurreisn Búðakirkju og fékk konungsleyfi til þess 1847 og árið eftir reis ný kirkja á gamla grunninum. Hún var endurreist 1987 í upprunalegri mynd og vígð 6. sept. 1987. Þar er klukka frá 1672, önnur án ártals, altaristafla frá 1750, gamall silfurkaleikur, tveir altarisstjakar úr messing frá 1767 og hurðarhringur frá 1703. Krossinn á altarinu gaf og smíðaði Jens Guðjónsson gullsmiður. Margt er einnig að skoða í nágrenninu og má þar helst nefna Arnarstapa og Hellna. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 170 km um Hvalfjarðargöng.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM