Dettifoss Jökulsárgljúfur,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


Selfoss


DETTIFOSS
.


[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Hafragilsfoss

 

Dettifoss er öflugasti foss Evrópu. Hann er 44 m hár og um 100 m breiður. Einum kílómetra sunnan hans er Selfoss, 10 m hár, og 2½ kílómetrum norðan hans er Hafragilsfoss, 27 m hár.  Dettifoss er aðgengilegur bæði austan og vestan ár. Hvorum megin sem komið er að fossinum, verður að fara með gát.

Að austanverðu er stígurinn niður stórgrýttur og þar hafa orðið mörg slys, þegar fólk hefur ekki séð fótum sínum forráð. Að vestanverðu eru grasbrekkur, sem verða mjög hálar í bleytu. Leiðin frá Dettifossi að Selfossi er tiltölulega auðveld gangandi fólki.  Bezt er að aka niður að Hafragilsfossi, sem er ekki síður áhugaverður en Dettifoss, hvað varðar umhverfi, jarðfræði og sögu. Hugmyndir voru uppi um virkjun vatnsaflsins í gljúfrunum, en þær strönduðu á því, að hraunlögin eru of gropin til að halda vatni í uppistöðulóni.

Full ástæða er að fara með varúð um stíginn að austanverðu og niðri á brúnum gljúfursins við fossinn minnug dauðaslyssins í ágúst 2000.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM