Dómadalur,
Veður og færð

The small cottage - Hlíð
Landmannahellir.isÁætlun Landmannahellir


Gönguleiðir Ísland


DÓMADALUR
LANDMANNAHELLIR

Hverng kemst ég þangað?
.

.

Göguleið á Domadalsleið Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav


Gönguleiðir


Vötn að Fjallabaki

Dómadalur er dalverpi austan Kringlu (Landmannahellis) á Dómadalsleið (Landmannaleið).  Þar er lítið og grunnt, samnefnt og afrennslislaust stöðuvatn (Dómadalsvatn), sem minnkar talsvert á sumrin.  Dalurinn er að hluta grasi vaxinn og á vorin og snemmsumars er hann að mestu undir vatni.  Nafn dalsins er talið dregið af dómþingi, sem var háð þar vegna deilna milli Landmanna og Skaftfellinga.  Austan dalsins er sandorpið hrafntinnuhraun, Dómadalshraun, er á leiðinni að Frostastaðavatni og til Landmannalauga.

Ferðaþjónustan Landmannahellir ehf. er í alfaraleið þeirra sem fara ríðandi um hálendið, enda góð aðstaða þar fyrir hestaog ferðafólk. Fyrir hrossin eru þrjú stór gerði, 40 hesta hús og hey. Svefnpokagisting er í fjórum húsum fyrir samtals 74 gesti í einbreiðum og tvíbreiðum kojum. Húsin eru með upphitun, rennandi vatni, eldunaraðstöðu og vatnssalerni. Einnig er við Landmannahelli svæði fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla, smáhýsi með hreinlætisaðstöðu, útigrill og veiðileyfasala. Ferðaþjónustan er opin frá miðjum júní fram í september. Utan þess tíma er hægt að fá gistingu í einu húsanna eftir því sem færð og veður leyfir.

S: 893-8407 info@landmannahellir.is
TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM