Kirkjubólf Dvergh

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


KIRKJUGÓLF
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Kirkjugólf er í túninu rétt austan Kirkjubæjarklausturs og skammt frá Hildishaug.  Þetta er u.þ.b. 80 m² jökul- og brimsorfinn stuðlabergsflötur, þar sem sést ofan á blágrýtissúlurnar.  Þarna hefur aldrei staðið kirkja en engu öðru er líkara en flöturinn hafi verið lagður af manna höndum.  Talið er að stuðlaberg myndist, þegar skrið hrauns stöðvast og það kólnar í kyrrstöðu og líklega í tengslum við gufu eða vatn.  Kirkjugólf er friðlýst sem náttúruvætti.



DVERGHAMRAR


Dverghamrar eru brimsorfnir blágrýtisstuðlar skammt austan Foss á Síðu. Þar eru tvær fallegar klettaborgir, sem eru skoðunarverðar. Dverghamrar hefur orðið til við brimsvörfu við hærri sjáafarstöðu í lok ísaldar. Dverghamrar er friðlýst sem náttúruvætti.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM