Eiðar Fljótsdalshérað,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


EIÐAR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Fyrrum voru Eiðar stórbýli og  þar var búnaðarskóli og alþýðuskóli og áður en yfir lauk var þar hluti Menntaskólans á Egilsstöðum.
Þar var einnig kirkjustaður. Katólskar bændakirkjur á staðnum voru helgaðar Maríu guðsmóður. Árið 1856 voru Eiða- og Hjaltastaðasóknir sameinaðar og síðar líka Kirkjubæjarsókn. Eiðaprestakall var síðan endurreist árið 1959 og kirkjurnar á Eiðum, Hjaltastað, Kirkjubæ og Sleðbrjót tilheyra því. Kirkjan, sem stendur nú á Eiðum, var reist 1887
Árið 1883 var stofnaður þar búnaðarskóli, sem hætti starfsemi 1917, og þá tók við alþýðuskóli 1919.  Barnaskóli með heimavist var stofnaður 1959 og grunnskóli síðar. Hann starfaði þar til Menntaskólinn tók við eftir 1990. Heimavistarrýmið hefur verið notað sem sumarhótel. Árið 1905 stofnaði Búnaðarsamband Austurlands tilraunastöð, sem starfaði til 1943.

Á Eiðum er endurvarpsstöð útvarps, sundlaug, íþróttavöllur, samkomustaður fyrir héraðsmót og stöð, sem fylgist með norðurljósunum. Ungmennasambandið, sem var stofnað 1941, hefur aðsetur að Eiðum.

Nokkur silungsveiði er í Eiðavatni. Droplaugarsona saga lýsir umhverfi Eiða á þann hátt, að þar hafi verið svo skógi vaxið, að ókleift var að fylgjast með gestakomum áður en barið var að dyrum. Einu skógarleifarnar hjá Eiðum eru í Eiðahólma. Það var ekki fyrr en á árunum 1938-39, að 500 ha lands voru girtir af og friðaðir til skógræktar.

Helgi Ásbjarnarson, banamaður Helga Droplaugarsonar, bjó á Eiðum. Helgi á Eiðum var síðar drepinn í rúminu hjá konunni sinni í hefndarskyni. Benedikt Gíslason frá Hofteigi skráði sögu Eiða (1958).

Árið 2001 voru Eiðar seldar einkaaðilum í þeim tilgangi að þar rísi miðstöð menningar og ferðaþjónustu (Sighvatur Sigurjónsson).

Söguslóðir á Austurlandi


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM