Einarslón Snæfellsnes,

Gönguleiðir Ísland


EINARSLÓN

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Einarslón er eyðibýli vestan Malarrifs, innan þjóðgarðs í Breiðuvíkurhreppi, fyrrum kirkjustaður og verstöð, þrátt fyrir slæma lendingu.  Samkvæmt manntali 1703 bjuggu þar 62 manns og 35 manns öld síðar.  Bærinn fór í eyði um miðja 20. öldina.  Kirkja var fyrst byggð þar 1563 og lögð niður 1880.  Um tíma átti Jóhannes Sveinsson Kjarval helming jarðarinnar og fékk þar talsverðan efnivið í listaverk sín.  Þrælavík er milli Einarslóns og Malarrifs.  Þar fórst póstskipið Søløven 1857.  Það var síðasta seglskipið, sem annaðist póstflutningar til landsins og gufuskip tóku við.


VESTURLAND MENNING OG SAGA


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM