Einhyrningur,

Gönguleiðir Ísland


EINHYRNINGUR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Einhyrningur (750m) er milli Tindfjalla og brúarinnar yfir Markarfljót á Emstruleið.  Eins og nafnið bendir til er hann hyrndur og brattur en þó gengur.  Á Einhyrningsflötum er leitarskáli Fljótshlíðinga.  Þar stóð sennilega bær Sighvats rauða, sem nam land ofan Deildarár á Einhyrningsmörk og byggði bæ sinn Bólstað, samkvæmt Landnámu, enda sáust þar merki um búsetu til skamms tíma.

Göngugarpar á leið úr Fljótsdal inn á leiðina um Mælifellssand eða Laugaveginn huga oftast nánar að þessu merkilega fjalli áður en lengra er haldið.

Söguslóðir Suðurland


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM