Eiríksstaðir Haukadal,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland

Eiríkssaga

EIRIKSSTADIR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Eiríksstaðir eru eyðibýli í landi Stóra-Vatnshorns í Haukadal.  Samkvæmt Eiríkssögu bjó þar Eiríkur rauði, sem settist að á Vestur-Grænlandi.  Hann var faðir Leifs heppna, sem fann Vínland.  Þá mun Leifur hafa verið u.þ.b. fimm eða sex ára.  Rústir bæjarins eru friðlýstar og árið 1998 voru þær rannsakaðar í tengslum við landafundaárið 2000.

Skömmu fyrir árið 1000 varð Eiríkur rauði tveimur sonum bóndans á Breiðabólsstað að bana skammt frá Dröngum á Skógarströnd og var dæmdur útlægur fyrir.  Fleiri féllu í þessum harða bardaga.  Þessir atburðir ásamt fleiru urðu til þess, að Eiríkur fluttist til Grænlands og varð fyrstur norrænna manna til að stofna til byggðar þar.

VESTURLAND MENNING OG SAGA

Á sumrin eru Eiríksstaðir opnir gestum og gangandi en á veturna þarf að hafa samband við ferðamálafulltrúa Dalasýslu, þegar panta þarf tíma fyrir hópa.  Hægt er að fá móttöku með hákarli og brennivíni.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM