Emstrur,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


Markarfljótsgljúfur

Skálar í Botnum Mynd: Hattfell - Emstrur

EMSTRUR
.

.

[Flag of the United Kingdom]
In English


Bus to Emstrur


Nýr foss í Fremri-Emstruá.  Landslag hulið jökli 1990

 

Emstrur eru gróðurlítið afréttarland Hvolhrepps í Rangárvallasýslu. Þetta svæði er norðvestan Mýrdalsjökuls og þar eru nokkur stök fjöll og fell, brött og sérstök í útliti, s.s. Stóra-Súla (908m), Hattfell (909m), Stórkonufell og Stóra- og Litla-Mófell. Leitarmannaskáli er í Hattfellsgili, vestan við Hattfell. Gönguskáli Ferðafélags Íslands er norðan við Syðri-Emstruá í Fremri-Botnum. Það var reist 1978. „Laugavegurinn”, milli Landmannalauga og Þórsmerkur liggur þar um. Það var ekið um á góðum fjallabílum milli Þórsmerkur og Hvanngils, en Syðri-Emstruáin var erfiður farartálmi, öxul- og drifskaftsbjótur mikill. Um leið og skálinn var byggður við hana 1978, var komið fyrir göngubrú yfir hana. Hana tók af í flóði1988 og önnur, rammgerðari, var byggð sama ár.

Hinar árnar, sem einnig voru farartálmar, eru Nyrði-Emstruá (brúuð 1975) og Bláfjallakvísl. Fé, sem beitt var á afréttinn fyrrum, var ferjað yfir Markarfljót á drætti en það var brúað 1978 nokkru neðan kláfsins í svokölluðum Króki og þar með opnaðist ný ökuleið um Emstrur.

Eyvindarmúli í Fljótshlíð 41 km <Emstrur> Mælifellssandur 7 km.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM