Eyjabakkar,

Gisting & tjaldst.
Hálendið


Gönguleiðir Ísland


EYJABAKKAR
(F-909)

.


[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Eyjabakkar eru mýrlent landsvæði upp af Fljótsdal framan við jökulsporð Eyjabakkajökuls. Þar er talið að u.þ.b. 7000 pör heiðagæsa verpi ár hvert. Leiðin upp að Eyjabökkum er um Snæfellsleið (F-909), sem Landsvirkjun lagði og er fær flestum bílum á sumrin. Einnig liggur leið úr Jökuldal frá Brú um Hrafnkelsdal að Snæfelli. Eyjabakkarnir hafa líklega myndazt við uppfyllingu jökullóns, sem stóð í allstórri dæld. Þar er nú víða ótræðar mýrarflesjur vaxnar broki, stör og öðrum mýragróðri. Sagnir herma að hreindýr hafi sést hverfa í kviksyndið.

Margar og grunnar kvíslar Jökulsár
sameinast þar smám saman í eina á, sem fellur niður í Fljótsdal og myndar m.a. Löginn á leið sinni til sjávar. Hún fellur fyrst frá Eyjabökkum í fossum og flúðum niður í djúpt klettagil, sem er upphaf Fljótsdalsins. Þar eru m.a. Eyjabakkafoss og Kirkjufoss. Kofi leitarmanna, Bergkvíslarkofi, er Austan Eyjabakka. Hann er ekki notaður lengur. Annar slíkur, Hálskofi, er í undirhlíðum Snæfellsháls að norðanverðu.

Hraunaveita:
Jökulsá á Fljótsdal er stífluð nokkru fyrir neðan Eyjabakkafoss og myndast þar inntakslón sem nefnist Ufsarlón.
Í Kelduá er myndað Kelduárlón, um 7 km², þar sem nú er Folavatn.  Í Hraunaveitu sameinast vatn frá Kelduá, Grjótá og Sauðá og er því veitt í Jökulsá á Fljótsdal um göng og skurði.
Meira

Snæfell (sæluhús) 29 km <Eyjabakkar> Egilsstaðir 86 km.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM